Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Börnin og þú

Sem styrktarfélagi Barnaheilla - Save the Children á Íslandi hjálpar þú okkur:

  • að styrkja börn og réttindi þeirra, hérlendis og erlendis
  • að berjast gegn ofbeldi á börnum, hérlendis og erlendis
  • að veita börnum í stríðshrjáðum löndum gæðamenntun
  • að veita börnum neyðaraðstoð þar sem þörfin er stærst hverju sinni

 

Barnaheill - Save the Children á Íslandi nýta framlag þitt og annarra styrktarfélaga samtakanna til að bæta aðstæður barna þar sem þörfin er mest hverju sinni. Þannig nýtast framlögin á áhrifaríkan og réttlátan hátt til að ná til þeirra barna sem þurfa á aðstoð að halda.

 

Einstaklingar

Sem styrktarfélagi greiðir þú 1.000 kr á mánuði, eða aðeins um 33 krónur á dag. Auk frjálsra framlaga gera föst framlög styrktarfélaga samtökunum kleift að vinna að langtímaverkefnum sem breyta lífi barna til batnaðar á langvarandi hátt.

Fyrirtæki

Vertu með í að tryggja börnum grið, tækifæri og áhrifamátt, í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með því að sýna samfélagslega ábyrgð, getur fyrirtæki þitt breytt lífi barna til batnaðar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi nýta framlögin á áhrifaríkan og réttlátan hátt til að ná til þeirra barna sem þurfa mest á aðstoð að halda.

 

Þú getur treyst Barnaheillum - Save the Children á Íslandi

Samtökin eiga aðild að Save the Children sem eru með áratuga reynslu í starfi í þágu barna og réttinda þeirra. Þau voru stofnuð í Bretlandi 1919 og á Íslandi 1989. Eglantyne Jebb, stofnandi samtakanna, innleiddi frá upphafi fagleg vinnubrögð. Í gegnum ríflega 90 ára sögu hafa samtökin haft mikil áhrif á samfélög víða um heim sem og á alþjóðlegum vettvangi. Þau njóta hvarvetna virðingar og trausts og eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem vinna að réttindum og velferð barna.