Lo´go´ minna

 

                                                                     Samstarfslo´go´

                                                                    

                    

  Top menu3          Top menu2          Top menu1

Mannre´ttindasmiðjan 1 1000x40


Grunnskólar

Ungmennaráð 2009 990x357

Lög um grunnskóla, aðalnámskrá og grunnþættir menntunar eiga að tryggja börnum þau réttindi sem kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnframt að tryggja að þau fái menntun í mannréttindum.

Námsvefurinn barnasattmali.is og veggspjöld um Barnasáttmálann eru sérstaklega ætluð fyrir grunnskóla. Veggspjöldin og bæklingana má nálgast hér. Grunnskólum og frístundaheimilum tengd grunnskólum er því sérstaklega bent á að vinna með það efni sem þar er að finna í tilefni af Degi mannréttinda barna. Á vefnum er ýmis fróðleikur og gagnvirk verkefni fyrir nemendur auk ýmissa upplýsinga fyrir kennara og foreldra um Barnasáttmálann og mannréttindi barna, ásamt kennsluhugmyndum. Gagnvirku verkefnin fyrir yngri börnin nefnast: Réttindi og forréttindi - Um Barnasáttmálann og aðrar skuldbindingar - Allir eru einstakir – Fjölskyldur - Skólinn. Fyrir eldri börnin eru gagnvirku verkefnin: Réttindi allra barna - Heilsa, menntun, þroski - Öryggi og vernd - Fjölskyldan

Í kennsluhugmyndum er bent á ýmis verkefni sem hægt er að vinna sem ítarefni við gagnvirku verkefnin á vefnum.

Í tilefni af Degi mannréttinda barna er kjörið að vinna þvert á árganga og stig og hafa afmælis– eða uppskeruhátíð í lokin, með kynningu á verkefnum eða réttindagöngu, þar sem áréttað er hvað er vel gert og hvað þarf að bæta og hvað þarf að gera til að uppfylla þau réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hvað hefur áunnist frá því sáttmálinn var samþykktur og hvar er enn verk að vinna?

Þar sem því er komið við gætu allir grunnskólar sveitarfélagsins og jafnvel leik- og framhaldsskólar sameinast í réttindagöngu.

Grunnþættir mannréttinda barna

Grunnþættirnir eins og þeir birtast í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru vernd, umönnun og þátttaka:

Vernd: Í Barnasáttmálanum er kveðið á um vernd grundvallarmannréttinda barna, svo sem til lífs og þroska. Þau eiga jafnframt rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, gegn vanrækslu og einelti. Einelti getur átt rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla með þvi að barn er útilokað frá leik, eða sett er út á útlit eða athafnir þess. Mikilvægt er að koma í veg fyrir slíkt.

Umönnun: Öllum börnum á að tryggja velferð á sviði menntunar, heilbrigðis og félagsmála. Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi og umönnun barna sinna en allir þeir sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra bera einnig ábyrgð – og það gera stjórnvöld líka.

Þátttaka: Öll börn eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í málum er þau varða og taka ber tillit til skoðana barna í samræmi við aldur þeirra og þroska. Jafnframt er mikilvægt að börnum sé leiðbeint við að setja sig í spor annarra, taka tillit og hlusta á aðra.

Við vinnu verkefnanna er gott að hafa þessa grunnþætti að leiðarljósi.


Hér eru að auki hugmyndir að viðfangsefnum sem hægt er að vinna sérstaklega í tengslum við Dag mannréttinda barna:


Hnappur yngsta1   Hnappur midstig1   Hnappur unglinga1


Top menu3          Top menu2          Top menu1