Lo´go´ minna                                                                     Samstarfslo´go´

 

Top menu3          Top menu2          Top menu1

Mannre´ttindasmiðjan 1 1000x40


FJÁRSJÓÐSKISTAN

Fjarsjodskistan 2017  700

Hér er að finna þau verkefni sem bárust í Fjársjóðskistu Mannréttindasmiðjunnar 2017:

Leikskólinn Álfaheiði

Nemendur og kennarar leikskólans Álfaheiði í Kópavogi sendu inn verkefni um mannréttindavinnu í tengslum við styrktarbarnið Lucas í Argentínu. Hér er að sjá glærusýningu um verkefnið:

Lucas

og hér má sjá Barnasáttmála leikskólans Álfaheiði.

Barnahátíðin Kátt á Klambra

Barnamenning er gerð sýnileg í borgarumhverfinu síðsumars á Klambratúni og krefst þátttöku barna. Hér má sjá myndband frá hátíðinni:

 

Setbergsskóli

Nemendur í fjórða bekk Setbergsskóla sendu inn verkefnið Ég sjálf(ur) í nútíð og fortíð. Efniviður og umgjörð var ljós og skuggi. Prófílar nemenda voru ljósritaðir á pappír og búnar til veifur sem hengdar voru á snúru. Nemendur horfðu inn á við, veltu fyrir sér eigin lífi og sjálfsmynd og að þau væru öll ólík með mismunandi bakgrunn. Allir eru einstakir og eiga rétt á að vera þeir sjálfir. Skugginn á myndunum táknar fortíðina. Lit í bakgrunni völdu nemendur sjálfir.

Kennari barnanna, Hafdís Baldursdóttir myndmenntakennari, sendi inn verkefnið með þeim skilaboðum að veifurnar væru gjöf þeirra til Barnaheilla.

Setbergssko´li

Hér má sjá pdf með mismunandi framsetningu verkanna.


 

Réttindaganga í Mosfellsbæ

Á leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ var haldið upp á afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember. Farið var í vinagöngu og eldri börn buðu þeim yngri hendi til að leiða í göngunni. Jafnframt var rætt við börnin um mikilvægi þess að þau vissu af réttindum sínum í þessum heimi.

Lo¨ng mynd

vg3

vg2