Fréttir 2016

Gleðilega hátíð

23. desember 2016 - 08:23

Starfsfólk og stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.

Skrifstofa samtakanna verður lokuð á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember og á annan í jólum, mánudaginn 26. desember. 

 
  

Langt í land með að uppræta barnafátækt

15. desember 2016 - 14:53

Ný skýrsla sýnir að enn er langt í land með að uppræta barnafátækt á íslandi og í öðrum Evrópulöndum og ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt. Lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins um áratugaskeið.

Tengsl barnafátæktar og skorts á tækfærum og menntun

13. desember 2016 - 08:30

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna nýútkomna skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifærum og menntun. Kynningin fer fram fimmtudaginn 15. desember kl. 14.00 í sal Menntaskólans við Sund, Gnoðarvogi 43. 

Jólapeysan 2016 er hafin

1. desember 2016 - 07:53

Jólapeysan í ár snýst um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum auðvitað.  Merktu myndina eða myndbandið með #jolapeysan, póstaðu á Facebook, Instagram eða Twitter og skoraðu á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda.

Yfirlýsing vegna barna sem leita verndar á Íslandi

22. nóvember 2016 - 16:01

Barnaheill hafa ásamt Rauða krossinum, Umboðsmanni barna og Unicef, sent út yfirlýsingu um málefni barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Yfirlýsingin er svohljóðandi: 

Get ég hjálpað þér?

22. nóvember 2016 - 10:13

Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.

Jólakort Barnaheilla 2016 komið út

21. nóvember 2016 - 11:23

Jólakötturinn Hrafna-Flóki er fyrirmynd Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, teiknara og rithöfundar, á jólakorti Barnaheilla í ár. Sagan af kettinum Hrafna-Flóka er skemmtileg. Snæfríður, dóttir Kristínar Rögnu, eignaðist hann þegar hún var fimm ára gömul. 

Þorgrímur Þráinsson hlýtur viðurkenningu Barnaheilla 2016

18. nóvember 2016 - 15:09

Þorgrímur Þráinsson hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2016. Þorgrímur er landsþekktur rithöfundur og hefur um langt skeið verið börnum góð fyrirmynd með jákvæðri afstöðu sinni til lífsins, heilbrigðu líferni og drifkrafti. 

Undirskriftasöfnun - sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta

17. nóvember 2016 - 18:22

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í samvinnu við sjö önnur félagasamtök, hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

Dagur mannréttinda barna

10. nóvember 2016 - 10:18

Í vor var samþykkt á Alþingi að helga afmælisdag barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember ár hvert, fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Barnaheillum - Save the Children á Íslandi var falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins og hafa samtökin sett upp vefsvæði helgað þessari fræðslu.

IKEA styrkir neyðaraðstoð Barnaheilla

20. október 2016 - 13:50

IKEA Foundation hefur skrifað undir samning við Barnaheill – Save the Children og samtökin Lækna án landamæra um fjárstuðning við neyðaraðstoð í kjölfar hamfara sem dynja yfir samfélög. 

Örugg börn - nýtt veggspjald um slysavarnir

18. október 2016 - 15:32

Um árabil hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi boðið heilsugæslustöðvum veggspjald um slysavarnir barna til að afhenda foreldrum í ung- og smábarnavernd.

Himnasending

17. október 2016 - 12:46

Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess.

Foreldrar í vanda

13. október 2016 - 14:04

Yfirskrift næsta morgunverðarfundar Náum áttum hópsins er „Foreldrar í vanda. Mikilvægi stuðnings og fræðslu til foreldra“. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík kl. 08:15 – 10:00. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Foreldrahús/Vímulausa æsku, sem halda upp á 30 ára starfsafmæli um þessar mundir.

Ný barnabrúður á 7 sekúndna fresti

11. október 2016 - 15:07

Á hverjum sjö sekúndum er stúlka undir fimmtán ára aldri leidd í hjónaband samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children sem sýnir fram á umfang barnabrúðkaupa og alvarlegra afleiðinga þeirra á líf stúlkna.

600 börn hafa drukknað í Miðjarðarhafi 2016

3. október 2016 - 14:23

Að minnsta kosti 600 flóttabörn hafa látist á þessu ári við að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið í leit a betra lífi í Evrópu. Barnaheill – Save the Children hafa tekið saman gögn sem sýna að tvö börn hafa að meðaltali látist eða horfið á hverjum degi frá upphafi árs til loka septembermánaðar.

Neðanjarðarbyrgi ekki lengur örugg fyrir börn í Aleppo

30. september 2016 - 11:40

Börn í Aleppo í Sýrlandi eru í svo mikilli hættu vegna sprengjuárása að þau geta ekki hætt á að fara í skóla sem hafa verið færðir neðanjarðar.

Rafrettur og munntóbak

22. september 2016 - 13:30

Fyrsti Náum áttum fundur vetrarins verður haldinn á Grand Hóteli, miðvikudaginn 28. september klukkan 8:15. Fjallað verður um rafrettur og muntóbak og spurt hvort þetta sé nýr lífstíll eða óvægin markaðssetning. 

Páll Valur hlaut Barnaréttindaverðlaunin

16. september 2016 - 13:22

Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar hlaut í dag Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi og ráðgjafarhóps umboðsmanns barna.

Sýningin Óskir íslenskra barna á Húsavík

15. september 2016 - 11:59

Farandsýningin Óskir íslenskra barna opnaði í síðustu viku í Safnahúsinu á Húsavík.

Björgunarskip Barnaheilla fyrir flóttafólk í Miðjarðarhafi

9. september 2016 - 13:27

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa í fyrsta sinn tekið í notkun leitar- og björgunarskip til að bjarga flóttamönnum og hælisleitendum á sjó. Skipið Vos Hestia er gert út frá Sikiley og er ætlað að bjarga flóttafólki og hælisleitendum í neyð á Miðjarðarhafi. 

Aðalfundur ungmennaráðs Barnaheilla

26. ágúst 2016 - 16:15

Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi býður alla á aldrinum 13-25 ára velkomna á opinn aðalfund föstudaginn 2. september kl. 16-19. Fundað er í húsnæði Barnaheilla, Háaleitisbraut 13, á 4. hæð.

Skráning hafin á Vináttunámskeið

16. ágúst 2016 - 14:38

Nú stendur yfir skráning á námskeið um notkun Vináttuverkefnisins fyrir starfsfólk leikskóla sem nú þegar eru þátttakendur í verkefninu og nýrra leikskóla sem vilja taka þátt.

Afnemum gjaldtöku fyrir námsgögn - undirskriftasöfnun

10. ágúst 2016 - 15:54

Barnaheill - Save the Children á Íslandi leita til almennings eftir undirskriftum til að þrýsta á um að réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar verði virt. Samtökin hafa á síðastliðnu ári sent yfirvöldum tvær áskoranir.

Lokað vegna sumarleyfa

9. júlí 2016 - 15:20

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður lokuð frá mánudeginum 11. júlí til þriðjudagsins 2. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda póst á barnaheill@barnaheill.is.

Réttur barna til lífs og þroska

8. júlí 2016 - 11:44

Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla, segir frá kvikmynd um Barnasáttmálann sem ungmennaráðið hefur unnið að ásamt öðrum. 

Vinátta - tónlist getur haft mikil áhrif

7. júlí 2016 - 16:20

Ragnheiður Gröndal og Stefán Örn Gunnlaugsson sungu og hljóðrituðu lög á disk fyrir Vináttuverkefni Barnaheilla, sem er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Um er að ræða tónlistardisk og hefti, sem inniheldur nótur, texta og leiki. 

Ég fékk ekki að elska pabba minn

7. júlí 2016 - 15:40

Ég kallaði hann stundum Blóða. Stundum skírnarnafninu hans. En ekki pabba. Það orð var eignað öðrum manni. Ég þekkti ekki Blóða, hafði ekki umgengnist hann frá því ég var lítið barn og ég skildi ekki af hverju fólki fannst skrýtið að ég hefði ekki þörf fyrir að þekkja hann eða umgangast. Í mínum huga stóð hann fyrir flestum þeim löstum og ókostum sem geta prýtt einn mann. 

Sjálfstæður réttur barna til beggja foreldra

7. júlí 2016 - 14:36

Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt.

Vinátta þyrfti að vera í öllum leikskólum landsins

7. júlí 2016 - 14:12

Linda Hrönn Þórsdóttir er leikskólastjóri á leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Linda tók þátt í tilraunavinnu með Vináttu þegar hún var aðstoðarleikskólastjóri í Hafnarfirði. Hún var einnig ráðgefandi við þróun verkefnisins og hefur kennt á námskeiðum ásamt Margréti Júlíu Rafnsdóttur, verkefnisstjóra Vináttu, frá haustinu 2015

Það má koma í veg fyrir mikinn sársauka og skaðsemi fyrir börn

7. júlí 2016 - 13:24

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands hefur rannsakað skilnaðarmál og áhrif þess þegar börn eru ekki í samskiptum við annað foreldri sitt. Sigrún hefur áratuga reynslu af barna- og fjölskyldumálum. Hún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd Háskóla Íslands. Hún rekur einnig meðferðarþjónustuna Tengsl í Reykjavík þar sem hún vinnur að meðferð og ráðgjöf með einstaklingum, pörum, foreldrum og fjölskyldum.

Kópavogsbær forgangsraðar í þágu barna

7. júlí 2016 - 12:31

Í byrjun árs 2015 fengu leikskólastjórar í Kópavogi kynningu á Vináttu og sýndu þeir verkefninu strax mikinn áhuga. Það varð til þess að menntasvið Kópavogsbæjar ákvað, með styrk frá forvarnarstjóði bæjarins, að bjóða öllum leik­ skólum í sveitarfélaginu að taka verkefnið upp.

Bætt geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn

7. júlí 2016 - 12:24

Barnaheill þrýsta á um bætta geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á að njóta bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu og besta mögulega heilsufars .

Árangur í baráttunni gegn einelti byggir á forvörnum

7. júlí 2016 - 12:02

Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Barnaheill framleiðir og gefur út efnið á Íslandi í samstarfi við systursamtök Barnaheilla í Danmörku, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden samtökin, sem þróuðu og gáfu efnið fyrst út 2007.

Memo frá Ítalíu

6. júlí 2016 - 11:55

Ingibjörg Ragnheiður Linnet, fulltrúi í ungmennaráði Barnaheilla, skrifar um heimsókn í sumarskóla Save the Children á Ítalíu.

Framtíðin hefst núna

4. júlí 2016 - 12:32

Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla, fer yfir starf ráðsins og áherslur.

Hjólasöfnun Barnaheilla 2016 lokið

4. júlí 2016 - 12:00

Fimmtu Hjólasöfnun Barnaheilla er lokið. Um 250 börn nutu góðs af söfnuninni þetta árið, börn sem annars hefðu ekki haft tækifæri að eignast hjól.

Hrafn Jökulsson - viðtal

1. júlí 2016 - 11:12

Hrafn Jökulsson er viðurkenningahafi Barnaheilla 2015. Hann hefur brunnið fyrir skáklistina allt frá barnsaldri og í gegnum hana fann hann farveg fyrir að láta gott af sér leiða og efla mannréttindi barna. 

Byrgjum brunninn - fyrirbyggjum einelti

16. júní 2016 - 12:16

Reglulega koma í fjölmiðlum sögur af skelfilegum eineltismálum. Einelti sem jafnvel hefur fengið að þrífast árum saman. Að baki þeim eru einstaklingar, fjölskyldur og heilu samfélögin sem þjást. Menn finna til vanmáttar og mörgum finnst lítið sem ekkert gert til að rétta hlut þess sem brotið er á. Nú nýlega rataði enn eitt slíkt eineltismál í fjölmiðla, einelti í skóla í Reykjavík og líkamsárás.

Blað Barnaheilla 2016 er komið út

15. júní 2016 - 17:20

Blað Barnaheilla 2016 er komið út. Vináttuverkefni samtakanna er í forgrunni blaðsins að þessu sinni. Í blaðinu eru viðtöl og upplýsingar um verkefnið sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyri 3-8 ára börn.  

Áskorun um gjaldfrjálsan grunnskóla

27. maí 2016 - 10:22

Í tilefni af degi barnsins 2016 hafa Barnaheill sent frá sér áskorun til stjórnvalda um að tryggja börnum gjaldfrjálsan grunnskóla, eins og þau eiga rétt til samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

3.000 börn innikróuð í hersetnum flóttamannabúðum

13. maí 2016 - 14:47

Áætlað er að 3.000 börn sitji föst á nýlega hersetnum svæðum í Sýrlandi þar sem matarbirgðir og lyf eru að klárast. Hjálparsamtökin Jafra sem vinna á svæðinu segja að þrjú ungmenni hafi verið skotin til bana þegar þau reyndu að flýja. Sprengi- og loftárásir dynja á svæðinu og hafa lokað eina veginum sem enn er nothæfur.

Innkaupalistar grunnskólabarna samræmast ekki lögum

13. maí 2016 - 09:45

Það að foreldrar kaupi að hausti hluta námsgagna barna sinna hefur lengi verið hefð í íslenskum grunnskólum sem hefur ekki verið aflögð þrátt fyrir að Ísland hafi staðfesti aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1990 og lögfest sáttmálann árið 2013.

Samráð við ungmenni í ákvörðunum Menntamálastofnunar

4. maí 2016 - 14:57

Menntamálastofnun hyggst í framtíðinni leita til ungmenna vegna ákvarðanatöku í málefnumsem þau varða. Ingibjörg Ragnheiður Linnet, fulltrúi í ungmennaráði Barnaheilla, sat á dögunum samráðsfund stofnunarinnar ásamt fulltrúum annarra ungmennaráða.

Nýliðun í stjórn Barnaheilla

4. maí 2016 - 10:32

Á aðalfundi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi þriðjudaginn 12. apríl síðastliðinn, tóku fjórir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn, þau Anni Haugen, Jón Ragnar Jónsson, Atli Þór Albertsson og Harpa Rut Hilmarsdóttir .

Sjálfstæður réttur barna til beggja foreldra

30. apríl 2016 - 09:01

Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala upp barn og koma því til þroska. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt vera foreldrum efst í huga. Jafnframt er meginreglan sú að börn skuli ekki aðskilin frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra nema nauðsyn beri til, svo sem ef barn sætir misnotkun eða er vanrækt.

Lausnarþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“.

27. apríl 2016 - 11:58

Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við það. Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, annað og þriðja þjónustustig, staðfesti það sem fagfólk og aðstandendur hafa lengi vitað. Kerfið er ekki alltaf að virka rétt.

Every Last Child - ný herferð gegn ójöfnuði

26. apríl 2016 - 12:16

Barnaheill – Save the Children fagna í dag nýrri alþjóðlegri herferð sem miðar að því að eyða ójöfnuði í mennta- og heilbrigðismálum svo öll börn geti notið réttinda sinna.

Eru börn í framhaldsskólum?

22. apríl 2016 - 09:49

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum hópsins fjallar um ábyrgð foreldra og skóla á velferð barna. Hann verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. apríl klukkan 8:15-10:00.

Auka aðalfundur

18. apríl 2016 - 11:42

Vegna tæknilegra mistaka á aðalfundi er hér með boðað til auka aðalfundar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi þriðjudaginn 3. maí kl. 16.45. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu samtakanna að Háaleitisbraut 13.

Dagskrá fundarins:

1.       Kosning varamanns til tveggja ára.

Aðalfundur Barnaheilla 2016

4. apríl 2016 - 10:05

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2016 kl. 17 á skrifstofu samtakanna að Háaleitisbraut 13. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Hjólasöfnun Barnaheilla 2016 er hafin

23. mars 2016 - 13:45

Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi var formlega hleypt af stokkunum í dag í Sorpu á Sævarhöfða. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gáfu hjól til söfnunarinnar og hvöttu þannig aðra til að koma ónotuðum hjólum í notkun á ný. Söfnunin stendur yfir til 30. apríl 2016 og úthlutanir fara fram í maí.

Hryllilegar aðstæður barna í Sýrlandi

11. mars 2016 - 10:21

Óttinn við yfirvofandi loftárásir og sprengjur eru helstu áhyggjur meira en 250 þúsund barna sem áætlað er að búi á umsetnum svæðum innan Sýrlands. Fjöldi barnanna getur auk þess ekki stólað á eina máltíð á dag og býr við alvarlegar andlegar afleiðingar ástandsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children um stöðu barna í Sýrlandi í tilefni þess að 15. mars eru fimm ár liðin frá upphafi átakanna í landinu.

Leikskólastarf og forvarnir

9. mars 2016 - 14:36

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja vekja athygli á næsta morgunverðarfundi Náum áttum hópsins, sem verður þann 16. mars og fjallar um forvarnir í leikskólastarfi.

Áskorun til þingmanna að segja NEI við áfengisfrumvarpi

26. febrúar 2016 - 14:04

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent áskorun til allra þingmanna um að segja nei við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Í frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt.

Vinátta formlega tekin til notkunar

25. febrúar 2016 - 13:20

Vináttuverkefni Barnaheilla var formlega tekið til notkunar í dag með athöfn á leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir 3-8 ára börn. Verkefnið er nú tilbúið til notkunar fyrir alla leikskóla á Íslandi eftir eins árs þróunarvinnu í sex leikskólum.

Út að borða fyrir börnin 2016

15. febrúar 2016 - 10:20

Út að borða fyrir börnin er fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða sem styðja vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer fram dagana 15. febrúar - 15. mars ár hvert.

Verndum börnin - alþjóðleg stefna í vímuvörnum

5. febrúar 2016 - 11:55

Barnaheill - Save the Children á Íslandi vekja athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 17. febrúar nk. kl. 8:15 - 10:00 

Taktu þátt í að gera netið betra!

2. febrúar 2016 - 12:51

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2016 verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13-16 í Bratta, salarkynnum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. 

Skráning fer fram á Fésbókarsíðu fyrir viðburðinn.

Mjúkdýraleiðangur IKEA á Íslandi safnar 1,5 milljónum

22. janúar 2016 - 14:36

Í dag afhenti starfsfólk IKEA Barnaspítala Hringsins fjölda mjúkdýra sem söfnuðust í árlegum Mjúkdýraleiðangri fyrirtækisins. Hér á landi safnaðist rúm ein og hálf milljón króna

Er geðheilbrigði forréttindi?

21. janúar 2016 - 12:52

Næsti fræðslufundur Náum áttum hópsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 27. janúar kl. 8:15 - 10:00.

Rit um aðgerðir gegn hatursorðræðu á internetinu

19. janúar 2016 - 11:54

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa, í samstarfi við pólsk sjálfboðaliðasamtök á vegum Teatr Grodzki, gefið út ritið Model of effective fight against hate speech. Report on combating hate speech on the internet. Fyrst um sinn er ritið einungis birt á ensku.

Líf flóttabarna í hættu í frosthörkum

19. janúar 2016 - 09:12

Spáð er allt að 20 stiga frosti á landamærum Makedóníu og Serbíu þar sem sýrlenskt flóttafólk fer um. Barnaheill – Save the Children vara við því að börn á þessari leið eigi á hættu að ofkælast og fá lungnabólgu.

Tómstundir eru of kostnaðarsamar

15. janúar 2016 - 11:47

Því miður fá mörg börn ekki tækifæri til að stunda tómstundir vegna mikils kostnaðar, hvort sem um er að ræða tómstundir sem snúa að listum, íþróttum eða öðrum félagsstörfum.

Helle Thorning-Schmidt ráðin framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna

14. janúar 2016 - 10:34

Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðaskrifstofu Barnaheilla – Save the Children. Helle tekur við af Jasmine Whitbread sem hefur gengt stöðunni í sex ár og var ábyrg fyrir verkefnum sem náðu til rúmlega 55 milljóna barna í 120 löndum.

Barnaheill kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Madaya

8. janúar 2016 - 12:34

Mannúðarstarfsfólk í sýrlenska bænum Madaya segir að 31 í það minnsta hafi látist hungurdauða í bænum í desembermánuði. Verði mat, lyfjum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum ekki hleypt tafarlaust inn í bæinn muni fleiri börn deyja á komandi dögum og vikum.