Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Erlent starf

STC Ethiopia studentsSave the Children eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Á vegum alþjóðasamtakanna eru 30 landsfélög sem vinna að réttindum og velferð barna í rúmlega 120 löndum og hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. 

Neyðaraðstoð er ein af meginstoðum alþjóðlegs starfs Barnaheilla - Save the Children. Alþjóðasamtökin eru með áratuga reynslu í hjálparstarfi á hamfarasvæðum. Þar sem samtökin vinna að verkefnum í yfir 120 löndum, eru þau oftar en ekki þegar til staðar á svæðum þar sem hamfarir verða og geta því brugðist fljótt við neyð í viðkomandi löndum.

Í hjálparstarfinu gæta Barnaheill – Save the Children sérstaklega að velferð barna en börn þurfa sérstaka vernd á tímum hamfara. Samtökin leggja áherslu á að grunnmenntun barna verði hluti af neyðaraðstoð, ekki síst á átakasvæðum þar sem neyðarástand hefur ríkt í langan tíma.

Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, vernd barna gegn ofbeldi og á heilbrigðismál í gegnum neyðaraðstoð.