Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Every Last Child

every_last_child_

Every last child

Í apríl 2016 hleyptu Barnaheill - Save the Children International af stokkunum nýrri alþjóðlegri herferð sem miðar að því að eyða ójöfnuði í mennta- og heilbrigðismálum svo öll börn geti notið réttinda sinna.  Mismunun er stærsta ógn fátækra barna í heiminum í dag. Þrátt fyrir mikinn árangur í réttindabaráttu barna síðustu 25 ár eru enn milljónir barna sem ekki hefur náðst til. Þau hafa gleymst af því þau búa á röngum stað, eru stúlkur, á flótta, fötluð eða í minnihlutahópum. 

Í skýrslu sem gefin var út við upphaf herferðarinnar kemur meðal annars fram að þótt betur hafi gengið að ná til fátækustu barna heims, er litið framhjá þeim hópum sem lenda í mestri mismunun, þrátt fyrir að þeir séu viðkvæmastir og framtíðarhorfur þeirra fari stöðugt versnandi.

40% upplifðu mismunun

Í skýrslunni segjast fjórir af hverjum tíu fullorðnum í heiminum hafa þjáðst vegna mismununar sem þeir upplifðu sem börn. Mismununin var byggð á kyni, kynþætti, trú, fötlun eða búsetu.

Reynsla hjálparstofnana sýnir að milljónum fátækustu barna í heiminum er neitað um lífsnauðsynlega þjónustu vegna þess hver þau eru og hvar þau búa.

Every Last Child campaignVegna þessa segir næstum helmingur þátttakenda í könnuninni að aðgengi að menntun hafi verið verulega skert vegna þessara aðstæðna og rúmlega þriðjungur segist ekki hafa átt möguleika á að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisaðstoð.

Rúmlega 18 þúsund manns um allan heim tóku þátt í rannsókninni, sem er sú stærsta sinnar tegundar sem samtökin hafa ráðist í og tekur í fyrsta sinn á afleiðingum mismununar barna varðandi framtíðarmöguleika þeirra í lífinu.

Mismunun er vaxandi vandamál á heimsvísu en skýrslan leiddi meðal annars í ljós að:

  • 56% þátttakenda segja að á síðustu 20 árum hafi mismunun gegn börnum ekki minnkað í heimalandi þeirra. 36% sögðu að hún hafi aukist.
  • Í Afríku upplifðu 58% þátttakenda mismunun í æsku.
  • Næstum helmingur allra sem tóku þátt í Asíu, 45%, segja að þeir hafi upplifað mismunun sem börn.

Niðurstöðurnar styðja síðustu skýrslu samtakanna þar sem kom fram að þótt árangur hefði náðst í að ná til fátækustu barna heims, er litið framhjá þeim hópum sem lenda í mestri mismunun, þrátt fyrir að þeir séu viðkvæmastir og framtíðarhorfur þeirra fari stöðugt versnandi.

Helstu niðurstöður skýrslunnar er að finnahér.

Á næstu þremur árum verður unnið að því að ná til milljóna barna í þessari stöðu svo þau fái notið þessara grunnréttinda sinna.