Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Afganistan og Sibería

Afganistan

Árið 2007 lögðu Barnaheill – Save the Children á Ísland 3,7 milljónir króna til að bæta framtíð barna í Afganistan. Tilgangur verkefnisins var að skrifa og prenta barnabækur sem byggðust á frásagnarhefð og þjóðsögum landsins, en afgönsk börn hafa mjög takmarkaðan aðgang að lesefni og barnabókum.

Þáverandi utanríkisráðherra veitti samtökunum 3,1 milljón króna vegna verkefnisins. Bókunum var dreift til skóla og bókasafna í þremur héruðum, Kabul, Faryab og Sri-i Pul og nutu um 24 þúsund börn góðs af.

Samtökinn styrktu einnig neyðaraðstoð í landinu eftir stríð og hörmungar upp úr aldamótum. Ríkisstjórnin veitti tvær milljónir í verkefnið sem miðaði að uppbyggingu skólastarfs, heilsugæslu og í að útbúa örugg leiksvæði fyrir börn.

Tengdar fréttir:

ÍSLENSKIR RITHÖFUNDAR SENDA BAN-KI MOON BRÉF

SAVE THE CHILDREN TAKA ÞÁTT Í UPPBYGGINGARSTARFI Í AFGANISTAN

RÍKISSTJÓRNIN VEITIR 1 MILLJÓN TIL UPPBYGGINGAR SKÓLASTARFS Í AFGANISTAN

HJÁLPARBEIÐNI FYRIR AFGÖNSK BÖRN

 

Síbería

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa, í samstarfi við samtökin Snowchange (www.snowchange.org), stutt menntun barna í hirðingjasamfélagi í byggðinni Nutendli í Yakutiu í norðaustur Síberíu. Þar er starfræktur skóli fyrir 7-12 ára börn sem fá kennslu á móðurmáli sínu og fræðslu um eigin menningu. Væri skólinn ekki til staðar þyrftu börnin að fara á heimavist í rússneskum skóla fjarri heimahögum sínum og yrðu þannig slitin úr tengslum við samfélag sitt og menningu. Rússneska ríkið greiðir laun kennara í skólanum en þörf er á meiri aðstoð við skólahaldið.

Á árunum 2006 og 2007 lögðu Barnaheill - Save the Children á Íslandi samtals fram 1,2 milljónir króna í verkefnið og var féð notað til að endurnýja hluta af námsefninu fyrir börnin, að endurnýja tæki í skólanum, þjálfa kennara, kaupa bíl og að greiða fyrir hita og rafmagn.