Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Neyðaraðstoð

Nepal470_0Neyðaraðstoð er ein af meginstoðum alþjóðlegs starfs Barnaheilla - Save the Children. Alþjóðasamtökin eru með áratuga reynslu í hjálparstarfi á hamfarasvæðum. Þar sem samtökin vinna að verkefnum í yfir 120 löndum, eru þau oftar en ekki þegar til staðar á svæðum þar sem hamfarir verða og geta því brugðist fljótt við neyð í viðkomandi löndum. Í hjálparstarfinu gæta Barnaheill – Save the Children sérstaklega að velferð barna en börn þurfa sérstaka vernd á tímum hamfara. Samtökin leggja áherslu á að grunnmenntun barna verði hluti af neyðaraðstoð, ekki síst á átakasvæðum þar sem neyðarástand hefur ríkt í langan tíma.

Neyðarteymi Barnaheilla - Save the Children sendir út alþjóðlegar hjálparbeiðnir vegna flóða, jarðskjálfta og annarra hamfara sem verða í heiminum. Stærstu verkefni síðustu ára hafa verið í kjölfar hörmunga á borð við flóðbylgjuna í Indónesíu árið 2004, jarðskjálftann á Haítí árið 2010, flóðin í Pakistan árið 2010, flóðbylgjuna í Japan 2011 og jarðskjálftana í Nepal 2015.

 

ishinomaki_011_japan pakistan_crossing_14_minni Save_AZ04_3Month_report RS22885_0020-lpr