Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Innlent starf


Frá upphafi hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi lagt áherslu á að vinna að mannréttindum barna á Íslandi. Með Barnasáttmálann að leiðarljósi hafa helstu áherslur verið á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að efla áhrifamátt barna í íslensku samfélagi.

Auk þess að standa að fjölda verkefna á því sviði, vinna samtökin einnig í samstarfi við önnur félög og félagasamtök.

Hér til hliðar er að finna nánari upplýsingar um verkefni okkar.