Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Fátækt

FátæktFátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega 9 þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Afleiðingar þess að alast upp við fátækt geta haft víðtæk áhrif á börn og skerða framtíðarmöguleika þeirra.

 

Vitundarvakning

Árið 2014 hófu Barnaheill – Save the Children á Íslandi vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingum fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun.

Barnaheill vilja stuðla að jafnræði með öllum börnum á Íslandi burtséð frá fjárhagsstöðu foreldra þeirra.

 

Skýrsla um fátækt

 

barnafátækt skýrslaÞann 15. apríl 2014 kynntu samtökin skýrslu um fátækt. Skýrslan var samstarfsverkefni við Save the Children samtökin í Evrópu um fátækt barna í álfunni. Megintilgangur hennar var að kanna stöðu barna með tilliti til efnahagslegrar stöðu foreldra þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að vegna fátæktar njóta ekki öll börn þeirra réttinda sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því er mikilvægt að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir.

 

Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í Austurbæjarskóla. Þar voru einnig sýnd viðtöl við nemendur í 10. bekk skólans sem hafa unnið verkefni í tengslum við skýrsluna. Þeir sömdu einnig texta um fátækt á Íslandi við lag úr myndinni Frozen. Lagið má sjá hér. Frétt um niðurstöður skýrslunnar er að finna hér.

 

Reynslusögur

Meginþema í Blaði Barnaheilla 2014 sneri að barnafátækt. Í blaðinu er að finna greinar um málefnið og brot úr viðtölum þar sem íslensk börn deila reynslu sinni af því að vera alin upp við fátækt.

Myndskeið

Í samvinnu við Austurbæjarskóla unnu nemendur í 10. bekk myndskeið um fátækt og einnig gerðu þau tónlistarmyndband þar sem þau sömdu íslenskan texta við lagið Let it go úr myndinn Frozen.