Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Fræðsla, forvarnir, rannsóknir

 

Barnaheill hafa um árabil staðið að fræðslu um málefni barna, sér í lagi varðandi Barnasáttmálann og stöðu barna út frá honum. Árlega eru gefnar út skýrslur á alþjóðavísu og reglulega eru einnig birtar innlendar skýrslur sem hafa ýmsan fróðleik að geyma um börn og stöðu þeirra. 

Samtökin vinna einnig að margvíslegri fræðslu til fullorðinna um málefni barna í tengslum við aðild að hópum á borð við Saman-hópinn og Náum áttum.

SAMAN-hópurinn

samanBarnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að SAMAN-hópnum. Hópurinn er samstarfsvettvangur félagasamtaka og stofnana sem láta sig velferð barna varða. Markmiðið með starfi hópsins er að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverki þeirra. SAMAN-hópurinn leggur áherslu á samveru foreldra og barna á tímamótum, á hátíðum og í leyfum og sendir skilaboð til foreldra í þá veru. Rannsóknir hafa sýnt að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin. Að verja tíma saman skilar árangri og rannsóknir hafa einnig sýnt að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum. Það sama hefur komið fram í máli foreldra sem tekið hafa þátt í könnunum.

Nánari upplýsingar og fræðslu er að finna á heimasíðu hópsins, samanhopurinn.is og á Facebook.

Náum áttum

naumattumlogoBarnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í starfi Náum áttum hópsins. Um er að ræða samstarfshóp aðila sem vinna að málefnum barna og stendur hópurinn reglulega fyrir fræðslufundum. Fundirnir eru haldnir mánaðarlega yfir vetrartímanna og umræðuefni spanna vítt svið málefna sem tengjast börnum.

Á heimasíðu hópsins, naumattum.is, má finna upplýsingar um fundi og ráðstefnur sem hópurinn stendur fyrir og einnig eru upplýsingar og fróðleikur á Facebook síðunni.