Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Jólapeysan

Jólapeysan lógóJólapeysan er fjáröflunarverkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Árið 2016 snýst átakið um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum spurningum. Allir í jólapeysum.  

 

Myndin - eða myndbandið – er merkt #jolapeysan, deilt á Facebook, Instagram eða Twitter og þátttakendur skora á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda.

 

Jóladagatal með Improv Ísland hópnum er birt á jolapeysan.is – frá 1. desember birtist nýtt myndband daglega til 10. desember. Á síðunni eru líka Nefndu3 spurningar og tímabjalla fyrir þá sem vilja gera myndband, en þar eru einnig frekari upplýsingar um átakið.

 

Verðlaun verða veitt á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar 2017 í þremur flokkum; fyndnasta myndbandinu, fyndnustu einstaklingsmyndinni og fyndnustu hópmyndinni.

Á Facebook síðu Jólapeysunnar er einnig að finna upplýsingar og myndir.

 

Jo´lapeysan 2016 minniVerðlaun verða veitt á þrettándanum, föstudaginn 6. janúar 2017 í þremur flokkum; um fyndnasta myndbandið, fyndnustu einstaklingsmyndina og fyndnustu hópmyndina.

 

Safnað fyrir sýrlensk börn

Jólapeysan er fjáröflunarátak Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Við söfnum fyrir betri heimi fyrir sýrlensk börn sem hafa þolað hörmungar vegna stríðsins í Sýrlandi og búa við erfiðar aðstæður.

 

Sendu sms-ið „3“ í eitt eftirtalinna söfnunarnúmera:


903 1510 = 1.000 kr.
903 1520 = 2.000 kr.
903 1550 = 5.000 kr.

 

Jólapeysur fást í Hagkaupum og rennur hluti söluverðsins til söfnunarinnar.

Vertu með, því stuðningur þinn skiptir máli.

Söfnum fyrir mýkri heimi!

 

Jólapeysan 2015

Hér eru nánari upplýsingar um Jólapeysuna 2015.

 

Jólapeysan 2014

Hér eru nánari upplýsingar um Jólapeysuna 2014.

 

Jólapeysan 2013

Jólapeysan hófst árið 2013 þegar safnað var fyrir verkefni sem sneri að fátækt barna á Íslandi. Jólapeysan er að fyrirmynd Christmas Jumper átaksins, sem er breskt að uppruna komið frá systursamtökum Barnaheilla í Bretlandi, Save the Children UK.

 

20140926_151352499_iOSÁrið 2014 var safnað fyrir forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum, þangað sem gjarnan má rekja rætur eineltis. Verkefnið nefnist Vinátta og er danskt að uppruna. Það er byggt á nýjustu rannsóknum um einelti og hefur gefið afar góða raun í Danmörku og víðar þar sem það er notað. Verkefnið byggir á því að efla góðan skólabrag og búa til jarðveg þar sem einelti rúmast ekki. Þetta er gert með því að efla helstu gildi verkefnisins; umhyggju, virðingu, umburðarlyndi og hugrekki. Haustið 2014 hófst tilrauna- og aðlögunarstarf með Vináttu í sex leikskólum á Íslandi.

Áskoranir

Jólapeysan snýst um að standast áskorun, íklædd jólapeysu. Skráning fer fram á jolapeysan.is. Þar er hægt að skrá sig til leiks, finna upp á áskorun og hvetja vini og vandamenn til að heita á sig.

 

Nokkrir vaskir einstaklingar tóku áskorunum árið 2014 og studdu þannig átakið. Áskoranirnar voru með ýmsu móti, allt frá því að fara á skauta í jólapeysu, til þess að labba aftur á bak upp Esjuna, eins og Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, gerði ásamt Selmu Björk Hermannsdóttur. Myndskeið á YouTube sýna þegar þessir einstaklingar lýstu því sem þeir hugðust gera og af hverju þeim finnst mikilvægt að vinna gegn einelti.

 

Nánari upplýsingar um Vináttu-verkefnið er að finna hér

Jolapeysan_990x340