Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Kapphlaupið um lífið

kapphlaup_rasmarkBarnamaraþon alþjóðasamtakanna Save the Children var haldið í fyrsta sinn á Íslandi þriðjudaginn 16. október 2012, sem var alþjóðlegur dagur fæðu og næringar. Hlaupið nefnist Kapphlaupið um lífið, eða Race for Survival og fór fram í 40 löndum það ár. Rúmlega 20 þúsund börn tóku þátt í hlaupinu. Árið 2013 tóku 50 þúsund börn þátt, þar af 250 á Íslandi.

Hlaupinu er ætlað að vekja athygli á baráttunni gegn hungri og þætti hungurs og vannæringar í fjölda barnadauða á hverju ári. Hlaupið er ákall til stjórnvalda og ráðamanna um að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir barnadauða af viðráðanlegum orsökum.

Um er að ræða heilt maraþon sem börn á aldrinum 11─13 ára hlaupa í boðhlaupsformi 200 metra í einu.

Öll börn eiga rétt til lífs samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg barátta gegn barnadauða af  viðráðanlegum orsökum er enn í fullum gangi en þó góður árangur hafi náðst síðasta áratuginn, létust 6,9 milljón börn undir fimm ára aldri árið 2011.

Kapphlaupið um lífið fór fram á Íslandi árin 2012 og 2013.