Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Samstarf við skóla

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga í góðu samstarf við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Það felur meðal annars í sér að nemendur fá leiðsögn kennara sinna við að vinna verkefni í samstarfi við samtökin. Nemendurnir kynna síðan verkefnin á vettvangi samtakanna. 

Meðal skóla sem komið hafa að slíkum verkefnum eru Snælandsskóli, Austubæjarskóli, Hofsstaðaskóli, Laugarnesskóli, Víðistaðaskóli og Barnaskóli Hjallastefnunnar. Verkefni nemenda fjalla meðal annars um menntun barna í stríðshrjáðum löndum, vernd barna gegn ofbeldi og um réttindi þeirra samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á YouTube síðu Barnaheilla er að finna ýmis myndskeið sem sýna afrakstur samvinnunnar, meðal annars börn sem tala um réttindi sín samkvæmt Barnasáttmálanum, um fátækt, um mikilvægi tannverndar auk annarra myndskeiða.

Þá eiga samtökin í góðu samtarfi við framhaldsskóla. Annars vegar er um að ræða fræðslu til nemenda um hin ýmsu málefni sem samtökin vinna að svo sem vernd barna gegn ofbeldi og menntun barna í stríðshrjáðum löndum - og hins vegar í fjáröflun nemenda til verkefna samtakanna.