Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Út að borða fyrir börnin

utadborda_fb_bordar_2016_final-01

Út að borða fyrir börnin er fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða sem styðja vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer fram dagana 15. febrúar til 15. mars ár hvert. Veitingastaðirnir styðja átakið með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, en viðskiptavinurinn greiðir fullt verð.

Þeir staðir sem taka þátt í átakinu árið 2017 eru 42 talsins:

Staðir - tafla - 700

 

Auk þess að fara út að borða með börnin er hægt að styðja átakið um 1.000 krónur með því að senda sms í símanúmerið 904 1900 með textanum "fyrir bornin".

Vernd barna gegn ofbeldi

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, hvort sem um er að ræða líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi - og þau eiga rétt á vernd gegn einelti og vanrækslu. Ofbeldi gegn börnum í ýmsum myndum er sorgleg staðreynd á Íslandi. Það er hlutverk hinna fullorðnu að gæta þess að hvert og eitt barn njóti réttar síns samkvæmt Barnasáttmálanum, sem Ísland festi í lög árið 2013.

Eitt helsta verkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi um þessar mundir er forvarnarverkefni samtakanna gegn einelti í leikskólum, Vinátta. Samtökin gefa einnig út fræðsluefni um ofbeldi, vinna að vitundarvakningu, reka ábendingarhnapp um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu í samvinnu við ríkislögreglustjóra, standa að gagnvirkum fræðsluvef um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og reka fræðslu- og upplýsingavefinn verndumborn.is þar sem finna má upplýsingar um einnkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum og aðgerðir vakni grunur um slíkt. Þá veita samtökin ráðgjöf og vinna að fjölda lagaumsagna þar sem þrýst er á stjórnvöld að tryggja með lögum að börnum sé veitt vernd gegn hvers kyns ofbeldi.

Staðirnir eru á 111 stöðum í öllum landsfjórðungum:

 

900 Grillhús - 50% af barnamatseðli

Vestmannabraut 23, Vestmannaeyjum

Akureyri Backpackers – 25% af klassískum hamborgara

Hafnarstræti 98, Akureyri

Bryggjan – 25% af barnamatseðli

Strandgötu 49, Akureyri

Café Bleu – 50% af barnamatseðli

Kringlunni, Reykjavík

CooCoo's Nest – 50% af öllum réttum fyrir börn

Grandagarði 23, Reykjavík

Culiacan – 25% af barnamatseðli

Suðurlandsbraut 4a, Reykjavík

Dominos – 35% af sóttum pizzum, gildir ekki á tilboðum

22 staðir víða um landið

Einarshúsið – 25% af barnamatseðli

Bolungarvík

Einsi Kaldi – 50% af réttum fyrir börn

Vestmannabraut 28, Vestmannaeyjum

Eldofninn Grímsbæ – 25% af Margaritu pizzu

Grímsbæ við Bústaðarveg, Reykjavík

Fiskibarinn – 50% af fiskréttum

Bárustíg 1, Vestmannaeyjum

Grill 66 – 25% af pylsu og svala

11 staðir víða um landið

Hamborgarafabrikkan – 25% af barnamatseðli

Höfðatorgi, Kringlunnni og á Akureyri

Hótel Selfoss – 25% af 3ja rétta matseðli: Reykt önd, lambafillet eða fiskur dagsins og súkkulaðikaka

Eyrarvegi 2, Selfossi

Hver Restaurant – 50% af barnamatseðli

Breiðumörk 1c, Hveragerði

Hvíti Riddarinn – 30% af barnamatseðli

Háholti 13, Mosfellsbæ

Íslenska Flatbakan – 25% af hvítlauksbrauði, böku með 2-3 áleggjum (sérálegg gilda ekki) og eftirréttaböku

Bæjarlind 2, Kópavogi

KFC – 25% af barnamatseðli

8 staðir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Selfossi

Kopar – 100% af barnamatseðli

Geirsgötu 3, Reykjavík

Kringlukráin – 25% af barnamatseðli

Kringlunni 4-12, Reykjavík

Landnámssetrið – 50% af barnamatseðli

Brákarbraut 13-15, Borgarnesi

Laugaás – 25% af barnamatseðli

Laugarásvegi 1, Reykjavík

Laundromat – 25% af barnamatseðli

Austurstræti 9, Reykjavík

Mar – 15% af barnamatseðli og af tveimur réttum fyrir fullorðna

Geirsgötu 9, Reykjavík

Nauthóll – 50% af barnamatseðli

Nauthólsvegi 106, Reykjavík

Nings – 50% af barnamatseðli

3 staðir í Hlíðarsmára í Kópavogi, Suðurlandsbraut og Stórhöfða í Reykjavík

Pizza Hut – 25% af barnamatseðli

Smáralind, Kópavogi

Roadhouse – 25% af barnamatseðli

Snorrabraut 56, Reykjavík

Rossopomodoro – 25% af barnamatseðli

Laugavegi 40, Reykjavík

Rub 23 – 50% af barnamatseðli

Kaupvangsstræti 6, Akureyri

Ruby Tuesday – 25% af barnamatseðli

2 staðir á Höfðabakka 9 og Skipholti 19 í Reykjavík

Saffran – 25% af barnamatseðli

4 staðir í Glæsibæ og á Bildshöfða í Reykjavík, á Dalvegi í Kópavogi og Bæjarhrauni í Hafnarfirði

Salt Café & Bistro – 25% af barnamatseðli og af einni pizzu á matseðli

Miðvangi 2-4, Egilsstöðum

SIGLÓ HÓTEL – 25% AF BARNAMATSEÐLI OG AF TVEIMUR RÉTTUM Á BARMATSEÐLI

Snorragata 3, Siglufirði

SJÁVARGRILLIÐ – 100% AF BARNAMATSEÐLI 

Skólakvörðustíg 14, Reykjavík

Skrúður – 25% af barnamatseðli

Hótel Sögu, Reykjavík

Smurstöðin – 25% afsláttur fyrir börn til 12 ára aldurs

Hörpunni, Reykjavík

Sólon – 50% afsláttur af barnamatseðli

Bankastræti 7a, Reykjavík

Subway – 25% af barnamatseðli

23 staðir víða um landið

Taco Bell – 25% af barnamatseðli

2 staðir, Hjallahrauni 15 í Hafnarfirði og Þjóðhildarstíg 1 í Grafarholti

Von mathús – 50% af barnamatseðli

Strandgötu 75, Hafnarfirði

Þrastalundur – 100% af barnamabrunch og 25% af brunch

Þrastalundi við Þrastaskóg