Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Leikskólarnir

Um Vina´ttu       Hugmyndafræði       Rætur eineltis      Taskan og innihald Leikskolar       Skraning       Myndband      Logo_Vinatta

Sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum tóku þátt í tilraunavinnu með verkefnið veturinn 2014- 2015.  Þeir eru leikskólarnir Kirkjuból í Garðabæ, Álfaheiði í Kópavogi, Vesturkot í Hafnarfirði,  Leikskóli Seltjarnarness, Hlíð í Mosfellsbæ og Ugluklettur í Borgarbyggð. Starfsfólk frá leikskólunum, alls 22 starfsmenn, sóttu námskeið á vegum Barnaheilla þann 2. október 2014 og í lok námskeiðs fengu leikskólarnir afhentar töskur og bangsa. Lars Stilling Netteberg frá Red barnet í Danmörku sá um námskeiðið.

Veturinn 2014 – 1015 var mikið samstarf meðal leikskólanna og Barnaheilla. Í lok vetrar gerðu leikskólarnir skýrslur um starfið og árangur þess. Hér má sjá skýrslur frá nokkrum þeirra:

Í mars 2016 höfðu starfsmenn 27 nýrra leikskóla sótt námskeið og fengið Vináttu – námsefnið afhent til notkunar í leikskólunum. Þá voru  33 leikskólar þátttakendur í Vináttu- verkefninu og meira en 200 starfsmenn leikskóla höfðu sótt námskeið.

Leikskólar sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við barnaheill@barnaheill.is