Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Rætur eineltis

Um Vina´ttu       Hugmyndafræði       Rætur eineltis      Taskan og innihald Leikskolar       Skraning       Myndband      Rannsoknir

 

Vinatta2

Einelti eða samskiptamynstur sem getur leitt til eineltis eða útilokunar á gjarnan rætur sínar að rekja allt niður í leikskóla. Því er mikilvægt að leikskólinn byggi upp umhverfi, þar sem einelti fær ekki að þróast. Í Vináttu – Fri for mobberi er lögð áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir og er því forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla.

Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum íslenskum lögum eiga öll börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Einelti er ofbeldi og því brot gegn mannréttindum barna. Þó að mikilvægast sé að fyrirbyggja einelti er jafnframt mikilvægt að allir sem lenda í einelti fái aðstoð og stuðning.

Í Vináttu eða Fri for mobberi er litið svo á að einelti sé ekki einstaklingsbundið vandamál, heldur félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein. Samkvæmt verkefninu er einelti slæmt mynstur eða samskipti sem þróast í aðstæðum og umhverfi þar sem umburðarlyndi skortir gagnvart margbreytileikanum og þar með til mjög ósveigjanlegra viðmiða um það hvað sé „rétt“ eða „rangt“.  Einelti þrífst ekki síst í umhverfi sem börn hafa ekkert val um að vera í og komast ekki burt úr, s.s. skóla eða bekk.  

Alltaf skuli því skoða hópinn sem heild, en ekki einblína á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda og þolanda. Verkefnið byggist því á að efla styrkleika hvers einstaklings og vinna með hópinn í heild, um samskipti, samlíðan, umhyggju, vináttu og vellíðan.  Vinátta á því að stuðla að almennri menntun leikskólabarna í hæfni þeirra til að takast á við áskoranir daglegs lífs og í samskiptum við aðra.