Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Rannsóknir

Vinatta1

Vinátta - Fri for mobberi byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og er í stöðugri þróun. Háskólinn í Hróarskeldu hefur þróað spurningakön

Samkvæmt rannsóknum  telja 98% foreldra barna í leikskólum sem vinna með Vináttu - Fri for mobberi, að efnið hafa haft góð áhrif á börnin og þau haft gagn af því. Þeir telja að börnin hafi öðlast meiri hæfni til að mynda tengsl og til að eiga samskipti við önnur börn og fullorðna. 80 % starfsmanna telja efnið mjög gott, 97,4% telja efnið í töskunni mjög gott. Starfsfólk telur efnið mjög aðgengilegt og auðvelt að vinna með það.  Starfsmenn segja að efnið hafa opnað augu þeirra fyrir nýjum aðferðum og nýrri nálgun á viðfangsefninu, nálgun sem byggir á gildum efnisins.nun til að taka efnið út og meta árangur þess. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Danmörku  er mikil ánægja með efnið hjá starfsfólki og foreldrum og árangur af notkun þess mjög góður.  

Börnum líkar verkefnið og efnið í töskunni. Þau eru hjálpsamari og umhyggjusamari
. Eldri börn hjálpa þeim yngri og ný tengsl myndast í leik. Börn úr leikskólum sem unnið hafa með verkefnið fá umsögn um hlýju, samkennd og góða framkomu, þar sem þau koma.
 Foreldrar barnanna úr leikskólunum þrýsta gjarnan á grunnskólann sem þau fara í að taka upp verkefnið í grunnskólanum.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi  standa fyrir rannsóknum hjá þeim leikskólum sem taka efnið í notkun á Íslandi. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.

Allir starfsmenn svara könnun áður en vinnan hefst og því verður auðvelt að meta árangur af verkefninu.

Hér má lesa nánar um rannsóknir á efninu í Danmörku.

Hér eru rannsóknir sem gerðar voru árið 2014 á Íslandi: 

Free of Bullying - Findings from the first pilot survey - by Lára Rún Sigurvinsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir, Kristín E. Harðardóttir - The Educational Research Institute, School of Education, University of Iceland February 2015 

Free of Bullying - Findings from the second pilot survey - by Lára Rún Sigurvinsdóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir, Kristín E. Harðardóttir - The Educational Research Institute, School of Education, University of Iceland September 2015