Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Taskan og innihald hennar

Um Vina´ttu       Hugmyndafræði       Rætur eineltis      Taskan og innihald Leikskolar       Skraning       Myndband      Rannsoknir

Í verkefnatöskunni  er að finna efni handa börnum, foreldrum og starfsfólki leikskólans, auk kennsluleiðbeininga, þar sem jafnframt eru hugmyndir að frekari verkefnum. Hver leikskóli getur svo valið hin ýmsu verkefni eftir sinni sérstöðu.

Mikilvægt er að leikskólar noti sem fjölbreyttust verkefni til þess að öll börnin geti nýtt styrkleika sína og lagt sitt af mörkum til að vera góður félagi og að sýna vináttu, umhyggju og hugrekki.

Efnið i´ to¨skunni

• Blær bangsi:
Blær er táknmynd vináttunnar í verkefninu. Blær minnir börnin á að gæta hvers annars vel og að vera góður félagi og hjálpar til við ýmis verkefni og faðmar, gleður og huggar börnin.

• Litlir bangsar:
Litlir bangsar fyrir hvert og eitt barn sem tákna samfélag Vináttu.

• Leiðbeiningar:
Þar er lýst bakgrunni Vináttu, fjallað um einelti á fræðilegan hátt og hvernig hægt sé að innleiða verkefnið í skóla. Í leiðbeiningunum er einnig að finna fjölda hugmynda að verkefnum til að vinna í leikskólanum, með börnunum, starfsfólki og foreldrum.

• Nuddhefti:
Leiðbeiningar um nudd fyrir börn. Sögur sem eru lesnar upp og börnin og þau líkja eftir hreyfingum með því að nudda bak hvers annars.

• Samræðuspjöld:
Á spjöldunum eru teikningar af raunverulegum aðstæðum sem komið geta upp og stuðlað að samræðum barnanna. Á bakhlið spjaldanna eru hugmyndir að spurningum eða umræðum.

• Klípusögur fyrir foreldra og starfsfólk:
Klípusögurnar lýsa raunverulegum aðstæðum og stuðla að samræðum um þær aðgerðir sem hægt er að grípa til í daglegu lífi.

• Veggspjald:
Til að hengja upp þar sem foreldrar koma, s.s. í anddyri leikskólans og/ eða inni á deildum. Á veggspjaldinu eru ráð til foreldra um góð samskipti.

• Sögubók:
Bangsinn hennar Birnu - og þrjár sögur til viðbótar um einelti. Í bókinni er fjallað af kímni, skilningi og jákvæðni um erfiðar aðstæður sem upp kunna að koma í daglegu lífi í leiskóla.

• Tónlistardiskur með Vináttusöngvum:
Blær kemur við sögu í öllu efni Vináttu og spilar þar stórt hlutverk.