Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Samstarfsverkefni

HallaMeð samstarfi margra aðila er gjarnan hægt að ná góðum árangri í þeim verkefnum sem unnið er að hverju sinni. Þetta á bæði við varðandi þau verkefni sem samtökin koma að hér á landi og í samstarfi við alþjóðasamtökin, Save the Children, á alþjóðavísu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í ýmsum samstarfsverkefnum og hópum sem öll vinna að því að stuðla að bættum hag barna og eru gjarnan málsvari þeirra í þjóðfélaginu.

Flest samstarfsverkefnanna eru starfrækt hér á landi, en samtökin reka einnig í samvinnu við Ríkislögreglustjóra ábendingalínu um óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu sem einnig er unnin í alþjóðlegri samvinnu við Safer Internet.

Auk þessa styðja Barnaheill - Save the Children á Íslandi við mannúðarstarf alþjóðasamtakanna þegar hamfarir af ýmsu tagi dynja yfir samfélög og veita þarf neyðaraðstoð.