Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Hjólasöfnun

Hjólaviðgerð Nína döggFrá árinu 2012 hafa Barnaheill – Save the Children á Íslandi staðið fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum, fyrst í samstarfi við WOW Cyclothon, en frá árinu 2014 í samstarfi við Æskuna, Barnahreyfingu IOGT og Íslenska fjallahjólaklúbbinn.


Félagsþjónusta sveitarfélaganna hefur milligöngu um að koma hjólunum til barna sem hafa ekki kost á að fjárfesta í hjólum.


Hjólunum er safnað snemma að vori á völdum endurvinnslustöðvum Sorpu, Gámaþjónustunnar og Hringrásar á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum áður en þau eru afhent nýjum eigendum.


Þau hjól sem ganga af hafa verið seld almenningi á góðu verði undir lok átaksins ár hvert eða gefin áfram. Árið 2015 naut Hjálparstarf Kirkjunnar sem dæmi góðs af afgangshjólum.


Að meðaltali hafa á annað hundrað hjól verið gefin úr söfnuninni til barna ár hvert. Hægt er að sækja um hjól hjá félagsþjónustu sveitafélaganna.