Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Hreyfing og líkamlegt heilbrigði

stepla að sippaVerkefnið Hreyfing og heilbrigði snýr að bættri heilsu og lífsstíl barna á Íslandi.  Verkefnið er fjármagnað með áheitafé frá WOW hjólakeppninni árin 2012 og 2013. Þátttaka í barnamaraþoninu Kapphlaupinu um lífið, var meðal annars liður í átaki til að stuðla að auknum áhuga hjá börnum á hreyfingu. 

Í febrúar 2013 hófst samstarf við Náms- og heilsuakademíu Höllu Heimisdóttur. Samstarfsverkefnið var hugsað sem úrræði fyrir börn á aldrinum 10-13 ára sem ekki fundu sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Þessi sami hópur átti oft erfitt uppdráttar í skóla og/eða félagslega. Markmið Náms- og heilsuakademíu Höllu Heimis var þríþætt:

  • að auka vellíðan nemenda með aukinni hreyfingu
  • að fræða börn um hollt mataræði
  • þjálfun með jákvæðu hugarfari

Í hverjum hópi voru 3-5 nemendur sem hittust tvisvar í viku í um 2 klst. í senn þar sem þau stunduðu fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu, fengu fræðslu um holla næringu og aðstoð við heimanám.

wow cyclothon