Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Samstarf ungmennaráða

Samstarf ungmennaráða

Ungmennaráð á fundiUngmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi eiga í samstarfi við ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráð Unicef.

Hóparnir hafa unnið sameiginlega að verkefnum í tengslum við 25 ára afmæli Barnasáttmálans sem var 20. nóvember 2014. Þá hófst afmælisár þar sem fjöldi viðburða var skipulagður.

Fundir með ráðamönnum

Ungmennin sátu ríkisstjórnarfund, sem er afar fátítt að utanaðkomandi aðilar geri. Þar ræddu þau málefni barna, til dæmis geðheilbrigðis- og menntamál, ásamt því að ræða hvernig stuðla mætti með markvissari hætti að því að uppfylla réttindi barna.

IMG_1953_500x375Þá fór hópurinn á fund Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þar sem þau ræddu menntamál og málefni sem snúa að ungmennum vegna þeirra. Fundurinn tókst afar vel og ráðherra óskaði sérstaklega eftir því að fá að funda aftur með hópnum.

Kvikmynd

Ungmennaráðin vinna einnig að gerð þáttar í samvinnu við RUV um réttindi barna sem sýndur verður á 26 ára afmæli Barnasáttmálans 20. nóvember 2015.