Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Styrkja starfið

HeillavinurBarnaheill - Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem reka starfsem sína að langmestu leytii á framlögum og styrkjum frá einstaklingum.


MEÐ ÞVÍ AÐ STYRKJA BARNAHEILL - SAVE THE CHILDREN Á ÍSLANDI HJÁLPAR ÞÚ OKKUR AÐ:

  • styrkja börn og efla mannréttindi þeirra, hér á landi og erlendis
  • berjast gegn ofbeldi á börnum, hér á landi og erlendis
  • veita börnum í stríðshrjáðum löndum vernd og menntun
  • veita börnum neyðaraðstoð þar sem þörfin er mest hverju sinni

HVERNIG STYRKI ÉG STARF BARNAHEILLA?

Sem félagsmaður:  Greitt er árgjald að upphæð kr. 3.800 einu sinni á ári. Skráning fer fram í síma 553 5900.

Sem Heillavinur:  Greidd er föst mánaðarleg upphæð sem hægt er að gjaldfæra af kreditkorti eða bankareikningi. Skráning fer fram í síma 553 5900 eða hér.

Söfnunarsími neyðar- og þróunaraðstoðar: Hringt er í síma 904 1900 - 1.000 kr. eru dregnar af símreikningi.

Frjáls framlög: Styrktarreikningur Barnaheilla er 0336-26-58, kennitala: 521089-1059.

 

Vefborði - auglýsing - minningarkort 

Minningarkort: Smelltu á myndina til að kaupa minningarkort til styrktar Barnaheillum, eða hringdu í síma 553 5900.

 

Þú getur treyst Barnaheillum - Save the Children á Íslandi

Samtökin eiga aðild að Save the Children sem eru með áratuga reynslu í starfi í þágu barna og réttinda þeirra. Þau voru stofnuð í Bretlandi 1919 og á Íslandi 1989. Eglantyne Jebb, stofnandi samtakanna, innleiddi frá upphafi fagleg vinnubrögð. Í gegnum ríflega 90 ára sögu hafa samtökin haft mikil áhrif á samfélög víða um heim sem og á alþjóðlegum vettvangi. Þau njóta hvarvetna virðingar og trausts og eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem vinna að réttindum og velferð barna í heiminum.