Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Flóttamenn

Flóttamenn velkomnir 500

Hvað er að gerast?

Evrópa stendur frammi fyrir stærsta flóttamannavanda frá seinni heimsstyrjöldinni og fjöldi flóttamanna sem er tilbúnn að taka á sig hættuför yfir Miðjarðarhafið til þess að flýja átök og ofsóknir hefur aldrei verið meiri samkvæmt tölum flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Í október 2015 höfðu frá upphafi árs tæplega 600.000 örvinlaðir Sýrlendingar hætt lífi sínu á misöruggum bátum sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið. Þar af höfðu 450.848 manns komið til Grikklands, samanborið við 40.000 allt árið 2014.

Á Ítalíu höfðu á sama tíma 9.410 börn komið ein, án foreldra eða fjölskyldu.

Þeir sem komast þessa hættuför lífs af eru þó ekki komnir í öruggt skjól.

Þegar börnin koma eru þau oft hrædd og uppgefin og þau hafa gjarnan upplifað skelfilega hluti á leið sinni.

Líkamleg áhrif af ferðinni eru augljós.

Börnin sem starfsfólk okkar hefur hitt eru sólbrennd yfir sumarmánuðina og með blöðrur. Mörg hafa misst táneglur eftir að hafa gengið óhemju langar vegalengdir. Þegar haust og vetur skellur á er þeim kalt.

Refugee key figures

Í mörgum Evrópulandanna sem fólk fer um, er enginn viðbúnaður eða stjórnun í óformlegum búðum sem fólk hefst við í. Aðstæður eru stundum skelfilegar og á flestum stöðum ófullnægjandi. Jafnvel á opinberum móttökustöðvum og flóttamannabúðum skortir stjórnun og getu til að útvega aðgang að grunnaðstöðu.

Börn, eldra fólk, fjölskyldur með mæður í fararbroddi og fólk með fatlanir eru sérstaklega viðkvæm. Greiningar- og móttökustöðvar ráða ekki við fjöldann.

Mikill meirihluti flóttamanna og hælisleitenda sem ferðast til Evrópu kemur frá Sýrlandi, Írak, Afghanistan, Sómalíu, Súdan, Eritreu og Nígeríu. Átökin í Sýrlandi hafa stökkt fjórum milljónum á flótta frá landinu. Nærliggjandi lönd ráða yfirleitt ekki við gífurlegt innstreymi fólksins sem ákveður þá að halda leið sinni áfram norður og vestur til Evrópu, yfirleitt yfir Miðjarðarhafið eða landleiðina í gegnum Tyrkland og Grikkland.

Börn á flótta, sérstaklega fylgdarlaus börn, eiga á hættu misnotkun, ofbeldi og mansal þar sem þau ferðast frá heimalöndum sínum til Vestur-Evrópulanda.

Börnin þjást af áfallastreituröskun, vannæringu og ofþornun. Þau skortir aðgang að barnvænum og öruggum svæðum og aðstoð og upplýsingar við ferlið á flóttanum.

Börnin þurfa nauðsynlega sálfræðilegan stuðning, vernd, örugg svæði, skjól, mat, föt og vatn.

Where we are helping

Það sem við erum að gera

Barnaheill - Save the Children hafa unnið með börn á flótta í áratugi og við erum með starfsemi á mismunandi stöðum á leið flóttamannanna.

Við vinnum í löndunum sem þeir flýja - löndum á borð við Sýrland, þar sem grimmilegt ofbeldi hefur eyðilagt líf milljóna manna.

Við vinnum í löndum sem flóttafólkið kemur til og dvelur í á leið sinni, löndum á borð við Tyrkland, Serbíu, Grikkland og Ítalíu. Við vinnum að því að tryggja börnum vernd á þessum stöðum. Við vinnum einnig í löndum á borð við Þýskaland, að því að tryggja að þessi börn skilji réttindi sín og fái aðgang að umönnun og stuðningi.

Við erum þegar með verkefni í gangi á svæðum þar sem við verndum börn sem flýja ein eða með fjölskyldum sínum, en einnig börn sem hafa lent í mansali eða misnotkun.

Barnaheill - Save the Children leggja áherslu á - og eru virk í að samræma viðbrögð og aðstoð með stjórnvöldum á hverjum stað, með stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum hjálparsamtökum til að bregðast við ástandinu.

Response

 

Þú getur hjálpað

Við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að þúsundum barna í neyð, en við þurfum nauðsynlega stuðning til að bregðast við þessari miklu krísu.

Hringdu í söfnunarsímann 904 1900 - 1.000 kr. dregnar af símreikningi, eða leggðu inn á söfnunarreikninginn  336-26-58, kt. 521089-1059.

Sýrland - hjálpum flóttafólkinu 990x340