Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Um samtökin

stelpur með stjörnuljósBarnaheill - Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989. Þau eiga aðild að Save the Children International en að þeim standa 30 landsfélög sem starfa í yfir 120 löndum. Barnaheill - Save the Children voru stofnuð í Bretlandi árið 1919. Stofnandi þeirra, Eglantyne Jebb, var með þeim fyrstu til að benda á að það væri réttur barna að alast upp við öryggi og frið. Samtökin vinna að mannréttindum barna með innlendum og erlendum verkefnum, með því að vera málsvari þeirra, með fræðslustarfi og í gegnum neyðaraðstoð. 

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. 

Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, vernd barna gegn ofbeldi og heilbrigðismál í gegnum neyðaraðstoð. 

Barnaheill – Save the Children eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Sýn Barnaheilla – Save the Children er heimur þar sem réttur sérhvers barns til lífs, verndar, þroska og þátttöku er virtur. Markmið samtakanna er  að vekja heiminn til vitundar um stöðu barna og ná fram auknum réttindum og breytingum í lífi þeirra. Heimasíða samtakanna á Íslandi er barnaheill.is en þau eru einnig með Facebook síðu. Rekstur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er fjármagnaður með félagsgjöldum Heillavina, fjárframlögum og fjáröflunum á borð við Jólapeysuna, Út að borða fyrir börnin og með útgáfu minningar- og jólakorta.