Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Jólakort Barnaheilla

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir bættum mannréttindum barna.


2017

Að þessu sinni er það Áslaug Jónsdóttir bókverkakona sem gerir jólakort

Jolakort2017-skorid-17x12-LWRBarnaheilla. Áslaug segir þetta um kortið:„Það lá beint við að myndefnið væri börn en auk þess notaði ég í myndina laufabrauð sem gleður bæði unga og aldna á svo margan hátt. Í laufabauðsskurðinum felst líka þessi fallega hugmynd: að skapa mikið úr litlu, að fegra það sem er annars einfalt og hversdagslegt“.

Jólakortin fást í verslunum Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi og Akureyri, í A4 og á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. 
Við sendum líka út á land. Hægt er að panta jólakortin í síma 553 5900 eða með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is.
Sé um póstsendingu að ræða, er hægt er að leggja inn á

reikning Barnaheilla 0327-26-002535, kt. 521089-1059

 

 

 

2016

Jólakort 2016

Jólakötturinn Hrafna-Flóki er fyrirmynd Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, teiknara og rithöfundar, á jólakorti Barnaheilla í ár. 
 
Sagan af kettinum Hrafna-Flóka er skemmtileg. Snæfríður, dóttir Kristínar Rögnu, eignaðist hann þegar hún var fimm ára gömul. Hrafna-Flóki var hinn mesti ljúflingur og hrifnæmur, sem lýsti sér meðal annars í því að hann varð strax ástfanginn af hamstrinum Rósu. Allt gekk eins og í sögu á heimilinu, en á jóladag átti hann það hins vegar til að vera með eitthvað vesen. Eitt sinn skreið hann undir bíl fjölskyldunnar þegar þau voru á leið í jólaboð og kom ekki undan honum fyrr en eftir klukkutíma þegar hann þurfti að pissa. Gylliboð um humarsúpu og hvatning fjölskyldumeðlima hafði ekki dugað til. Annað sinn klifraði Hrafna-Flóki upp á verkpall við næsta hús en þorði svo ekki niður. Þá þurfti að fara inn hjá nágrönnunum og klifra út um glugga til að ná í hann.  Í nóvember árið 2014 hvarf hann og var týndur í fimm vikur. Leit fjölskyldunnar bar ekki árangur en hún gaf ekki upp von. Á jóladag fengu þau svo óvænta hringingu. Svartur skógarköttur hafði fundist innilokaður í kjallarageymslu og Hrafna-Flóki kom heill heim fjölskyldunni til mikillar gleði. Hann var hins vegar heldur rýr eftir kjallaradvölina, en langbesta jólagjöfin sem hægt var að hugsa sér. Í dag er Hrafna-Flóki orðinn 12 ára gamall feitur inniköttur sem er kominn á jólakort með friðardúfu á kollinum. Geri aðrir jólakettir betur!
 
Jólakortin fást í verslunum Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu, í A4 og á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. 
Við sendum líka út á land. Hægt er að panta jólakortin í síma 553 5900 eða með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is.
Sé um póstsendingu að ræða, er hægt er að leggja inn á reikning Barnaheilla 0327-26-002535, kt. 521089-1059

 

2015

Jólakort 2015

Í ár er það Sigrún Eldjárn sem styður samtökin með því að gefa hönnun jólakortsins Jólarþröstur á grein - þar sem Blær bangsi gægist út um glugga og minnir á mikilvægi þess að vinna að forvörnum gegn einelti allt frá leikskólaaldri.

Jólakortin fást frá miðjum nóvember í verslunum Pennans/Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu og á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þau kosta 300 krónur stykkið, en eldri jólakort eru seld á 250 krónur stykkið. 

Við sendum líka út á land. Hægt er að panta jólakortin í síma 553 5900 eða með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is.

Sé um póstsendingu að ræða, er hægt er að leggja inn á reikning Barnaheilla 0327-26-002535, kt. 521089-1059

2014

IMG_3573 litil copy

Árið 2014 studdi Karl Jóhann Jónsson listmálari samtökin með því að leyfa afnot af myndinni Emilía í snjónum

Myndin er af dóttur listamannsins og hún er máluð í anda tímaritaauglýsinga frá miðbiki síðustu aldar.

,,Þetta er mynd af yngri dóttur minn að njóta sjókornanna, það er alltaf svo skemmtilegur svipur sem kemur á krakka þegar þau snúa andlitinu upp í snjóinn,” segir Karl Jóhann.

Eldri kort

Hægt er að panta eldri kort með því að senda póst á barnaheill@barnaheill.is eða hringja í síma 553 5900. Vinsamlegast tilgreinið númer korts við pöntun. Tekið er við greiðslum með kreditkortum símleiðis en einnig er hægt að millifæra á reikning 0327-26-002535 kt. 521089-1059.
Kortin fást einnig í völdum verslunum Pennans/Eymundssonar.

 

 ÞS2012_sm_jpg  Án titils úr seríunni Glansmyndir eftir Þuríði Sigurðardóttur. 

   12x17

   Kr. 250 stk.              

   Kort nr. 1.

  

 

 

 KG2012_sm_jpg  María Guðsmóðir eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur.

   Inni í kortinu er ljóðið Í koti eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur.     

   12x17

   Kr. 250 stk.             

   Kort nr. 2.

 

 

   

2010_sm   Kort eftir Þorvald Þorsteinsson. 

   15x15

   Kr. 250 stk.

   Kort nr. 3.

 

   

      

2010a

Kort eftir Halldór Baldursson. Inni í kortinu er texti eftir Gerði Kristný.

15x15

Kr. 250 stk.

Kort nr. 4

 

 

 

2010b

Kort eftir Björk Bjarkardóttur

15x15

Kr. 250 stk.

Kort nr. 5.