Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Rósin

S.6. mynd af rósarsteiniRósin er minnisvarði óþekkta barnsins og er til heiðurs börnum um allan heim sem og börnum sem látist hafa af sjúkdómum, illri meðferð eða í stríðsátökum. Rósin er staðsett við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum og minnir á réttindi barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru í samstarfi við samtökin Roses for Children sem komið hafa upp sambærilegum minnisvörðum í 35 löndum víða um heim.

Rósin er hluti af stofnun Hermann Van Veen Foundation sem helgar sig réttindum barna, eins og Barnaheill - Save the Children á Íslandi. Bæði samtökin vinna að því að börn njóti réttlætis, lífs án mismununar vegna kynþáttar, trúar eða þjóðernis og þau búi við kærleika, skilning og öryggi innan fjölskyldu sinnar og í hversdagslegu umhverfi.

Fréttir:

Barnaheill afhjúpa minnisvarðann “Rósina” við hátíðlega athöfn