Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Ungmennaráðið

Ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13-25 ára sem vill stuðla að réttlæti í heiminum og vekja athygli á málefnum er varða réttindi og stöðu barna. Markmiðið er annars vegar að stuðla að bættum hag barna og hafa áhrif á viðhorf til barna í samfélaginu og hins vegar að virkja börn og unglinga til þátttöku í að móta samfélagið sem þau eru hluti af. Fulltrúar ungmennaráðsins sitja ráðstefnur og taka þátt í málþingum samtakanna, skrifa greinar í blöð og taka þátt í opinberri umræðu er varðar málefni barna, eins og þurfa þykir.

Ungmennaráð

Á myndinni eru Ingibjörg Ragnheiður Linnet, Lilja Reykdal Snorradóttir, Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir, Margrét Hlín og Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet sem sátu í Ungmennaráðinu veturinn 2014-2015.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi eiga í samstarfi við ráðgjafarhóp umboðsmanns barna og ungmennaráðs Unicef.

Hóparnir hafa unnið sameiginlega að verkefnum í tengslum við 25 ára afmæli Barnasáttmálans sem var 20. nóvember 2014. Þá hófst afmælisár þar sem fjöldi viðburða var skipulagður. Sjá nánar hér.