Vinatta Logo  Tilkynna Logo

verkefni03

Grið

Á Netinu hefur orðið mikil aukning á efni, þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Slíkt efni er ólöglegt og brot á réttindum barna. Það er mjög mikilvægt er að stemma stigu við slíku efni, finna fórnarlömbin og koma þeim til hjálpar. 

verkefni02

Áhrifamáttur

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi. Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1989 og staðfestur fyrir Íslands hönd 28. október 1992. 

verkefni01

Tækifæri

Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children, hafa áratuga reynslu í hjálparstarfi á hamfarasvæðum. Þar sem samtökin vinna að verkefnum í meira en 120 löndum eru þau oftast til staðar á svæðum þar sem hamfarir verða.

Verkefni Barnaheilla - Save the Children á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, vernd barna gegn ofbeldi og heilbrigðismál í gegnum neyðaraðstoð. 

Verkefnum samtakanna má í grófum dráttum skipta í þrjá flokka; grið, áhrifamátt og tækifæri.

 

Fréttir tengdar verkefnum samtakanna