Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Áhrifamáttur

Samkvæmt 12. og 13. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á að tjá sig, leita upplýsinga, láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif. Vefur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, heyrumst.is, starf ungmennaráðs og samstarf við skóla er liður í þeirri áherslu samtakanna að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Stór þáttur í starfi samtakanna er málsvarahlutverkið. Samtökin senda áskoranir til stjórnvalda og annarra eins og þurfa þykir, þegar hætta er á að brotið sé á réttindum barna. Þá vinna samtökin umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir er varða málefni barna. Leiðarljós Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í umsögnum sínum eru hagsmunir barna.

 

heillavinur-banner1