Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Barnaheill - Save the Children á Íslandi vinna á grundvelli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafa hann að leiðarljósi í starfi sínu.

Sáttmálinn, sem í daglegu tali er nefndur barnasáttmálinn, var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989 en fullgiltur á Íslandi 28. október 1992. Sáttmálinn felur í sér skuldbindandi samkomulag þjóða heims um sérstök réttindi börnum til handa, óháð réttindum hinna fullorðnu. Enginn mannréttindasamningur hefur verið fullgiltur af jafnmörgum ríkjum og barnasáttmálinn en öll aðildarríki S.þ., utan tvö, hafa fullgilt samninginn.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi standa að fræðslusíðunni barnasattmali.is ásamt umboðsmanni barna og Barnahjálp S.þ. á Íslandi.

Verkefnið er styrkt af forsætisráðuneytinu.