Vinatta Logo  Tilkynna Logo

 

Grið

Verndun barna gegn ofbeldi

Samkvæmt 19. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á vernd gegn öllu ofbeldi; líkamlegu, kynferðislegu og andlegu sem og gegn vanrækslu. Samkvæmt 34. greinbarnasáttmálans eiga börn rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi og gegn því að vera neydd til vændis eða þátttöku í kynlífsiðnaði. Börn eiga enn fremur rétt á að vera vernduð fyrir efni sem getur skaðað velferð þeirra. Samkvæmt íslenskum lögum eiga börn rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu og gegn líkamlegum refsingum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá upphafi lagt áherslu á mikilvægi þess að vernd barna gegn ofbeldi sé tryggð. Samtökin hafa beitt sér fyrir breytingum á löggjöf og unnið að verkefnum þar að lútandi.  

heillavinur-banner1