Vinatta Logo  Tilkynna Logo

Tækifæri

Helstu áherslur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í verkefnum á erlendri grundu snúa að neyðaraðaðstoð á hamfarasvæðum og grunnmenntun barna. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á endurgjaldslausri grunnmenntun. Mikilvægt er að viðhalda menntun, hreinlæti og heilbrigði við aðstæður sem skapast vegna stríðs eða náttúruhamfara. Í þeim tilfellum þegar byggingar og innri viðir samfélagsins skemmast er mikil hætta á að menntun stöðvist, að minnsta kosti tímabundið. Falli skólaganga niður hjá börnum í lengri tíma getur það haft alvarlegar afleiðingar og þau eiga erfitt með að hefja skólagöngu aftur. Fyrir utan húsaskjól og mat, veita samtökin börnum á hamfarar- og neyðarsvæðum tækifæri með því að stuðla að menntun og betra hreinlæti til að forðast sjúkdóma.

 

heillavinur-banner1