Símalaus sunnudagur

Símalaus sunnudagur

Barnaheill standa fyrir áskorun um símalausan sunnudag 4. nóvember
til að vekja athygli á áhrifum símanotkunar á samskipti fjölskyldunnar.
Við skorum á þig að segja skilið við símann í einn dag!

 

ÁTTU ERFITT MEÐ AÐ LEGGJA FRÁ ÞÉR SÍMANN?

Taktu áskoruninni og skráðu þig hér til að eiga möguleika á að vinna
bíómiða í Smárabíó og máltíð fyrir fjölskylduna á Hamborgarafabrikkunni.
Á laugardaginn sendum við þér svo fimm ráð til að takast á við símalausa sunnudaginn!

Skilmálar

Á vefsíðunni barnaheill.is eru persónuupplýsingar meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar, t.d. vegna fyrirspurna, skráninga eða pantana, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónulegar upplýsingar skuldbinda Barnaheill sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munu ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar. Með skráningu þinni gefur þú okkur leyfi til að hafa frekara samband við þig til að senda þér ráð varðandi símalausan sunnudag, hafa samband ef þú vinnur til verðlauna og kynna betur starf Barnaheilla.