Vinátta

VináttaVinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki.

Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for Mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. 

Um er að ræða þrenns konar efni:

  • Fyrir börn yngri en þriggja ára í leikskólum og hjá dagforeldrum og er það í gulri tösku.
  • Fyrir börn frá þriggja til sex ára í leikskólum og er það í grænni tösku.
  • Fyrir börn í 1.–4. bekk grunnskóla. Efnið er í blárri tösku. Nú er unnið með það í tilraunaskyni í 19 grunnskólum í sex sveitarfélögum. Í framhaldi af tilraunakennslu mun það efni standa öllum grunnskólum til boða.

Mikil ánægja er með Vináttu hjá þeim sem eru að vinna með efnið sem hefur breiðst hratt út hér á landi. Um mitt ár 2018 var það notað í um 47% íslenskra leikskóla. Rannsóknir í Danmörku hafa leitt í ljós mjög góðan árangur af notkun Vináttu og þau börn sem eru í skólum þar sem unnið er með efnið sýna meiri samhygð gagnvart hvert öðru.

Auk Íslands og Danmörku er námsefnið einnig í notkun í Eistlandi, Færeyjum og á Grænlandi. 

Þeir skólar sem vilja nota efnið þurfa að senda kennara á námskeið og fá þar með leyfi til að nota það. Námskeiðin eru haldin reglulega í húsakynnum Barnaheilla að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Einnig er möguleiki á að halda námskeið í skólum sé eftir því óskað.

Guðni Th. JóhannessonGuðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari Vináttu.

 

Kynningarmyndband um Vináttu – mars 2018

Stutt kynningarmyndband um Vináttu

Vinátta gegn einelti – kynningarmyndband 2016 

    

 

 

Um vináttuUM EINELTINÁMSKEIÐVINÁTTUSKÓLARPANTA EFNI

Eftirtaldir aðilar hafa styrkt verkefnið:

Menntamálaráðuneytið
Þróunarsjóður námsgagna
Velferðarráðuneytið
Velferðarsjóður barna
Menntamálastofnun
Lýðheilsusjóður
Landsvirkjun
Rio Tinto Alcan
Barnakórar Jóhönnu Halldórsdóttir – Syngjum saman, stöndum saman
Frjáls framlög hafa einnig borist frá fjölmörgum einstaklingum og fyrirtækjum.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka stuðninginn.