Námskeið

Tvenns konar námskeið eru í boði – almennt námskeið og tónlistarnámskeið

Frá VináttunámskeiðiSkólar sem vilja taka þátt í Vináttu og fá námsefni til notkunar þurfa að senda kennara á námskeið. Gert er ráð fyrir að í það minnsta tveir starfsmenn skóla sæki námskeið í upphafi. Þeir  kynna síðan verkefnið fyrir öðru starfsfólki. Skólum er svo frjálst að senda fleiri starfsmenn á námskeið eftir því sem þeir telja sig þurfa.

Almennt námskeið

Fjallað er um hugmyndafræðina að baki efninu og hagnýt atriði varðandi notkun þess. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun í notkun efnisins.

Námskeiðin eru haldin reglulega og eru heils dags frá kl. 9–16.

Dagskrá námskeiðanna er eftirfarandi:

9:00    Þátttakendur kynna sig
9:15    Um Vináttu – Fri for mobberi, um einelti og þær rannsóknir sem verkefnið byggist á
10:20  Kaffihlé
10:35  Hvað er í töskunni? Efnið skoðað og unnið með það
12:15  Hádegishlé og matur
12:45  Hvað er í töskunni? Framhald af vinnu með efnið
14:30  Kaffihlé
14:45  Kynning og næstu skref, þegar í leikskólann er komið
16:00 Námskeiðslok og afhending á efni

Verð á námskeiði er kr. 10.000 fyrir hvern starfsmann og er fæði innifalið í námskeiðsgjaldi.

Námskeiðin eru haldin í húsnæði Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Einnig er hægt að panta námskeið í skóla og má senda fyrirspurnir á netfangið vinatta@barnaheill.is.

Næsta námskeið verður fimmtudaginn 29. nóvember n.k.

 Skráning

Tónlistarnámskeið fyrir starfsfólk Vináttuskóla

Gott er að eiga vin, tónlistardiskur og  -hefti er hluti af Vináttu. Höfundur tónlistar og texta er Anders Bøgelund. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á sérstakt námskeið sem miðar að því að veita leikskólakennurum og leiðbeinendum innblástur og góðar hugmyndir um hvernig nota má tónlistarefnið í starfinu í leikskólanum með hugmyndafræði og gildi Vináttu að leiðarljósi. Unnið er á virkan hátt með efnið og fá þátttakendur að prófa allt efnið og kynnast því mjög vel.

Kennari á námskeiðinu er Birte Harksen. Hún er leik- og grunnskólakennari og hefur um árabil unnið með tónlist og dans á Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Birte heldur einnig úti vefsíðunni bornogtonlist.net, sem er þekktur hugmyndabanki fyrir tónlistarstarf í leikskólum. 

Birte hefur sótt námskeið hjá Anders Bøgelund í Danmörku og notað efnið í leikskólum í Kópavogi. „Þetta efni er einstaklega vel unnið og skemmtilegt að nota með leikskólabörnum,“ segir Birte um tónlistarefnið Gott er að eiga vin . Námskeiðin standa yfir í 3 klst., frá kl 8:30–11:30 og fara fram í húsnæði Barnaheilla að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Verð á námskeiði er kr. 10.000 fyrir hvern starfsmann og er kaffi og hressing innifalin í námskeiðsgjaldi.

Einnig er hægt að panta tónlistarnámskeið í skóla, ýmist í 2 eða 3 klst. og má senda fyrirspurnir á netfangið vinatta@barnaheill.is

Næsta tónlistarnámskeið verður 23. nóvember n.k.

skráning