Námskeið

VináttunámskeiðSkólar sem vilja taka þátt í Vináttu og fá námsefni til notkunar þurfa að senda kennara á grunnnámskeið þar sem fjallað er um hugmyndafræðina að baki efninu, innleiðingu í skólastarf og hagnýt atriði varðandi notkun þess. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun í notkun efnisins.
Gert er ráð fyrir að í það minnsta tveir starfsmenn skóla sæki námskeið í upphafi. Þeir kynna verkefnið síðan fyrir öðru starfsfólki. Skólum er frjálst að senda fleiri starfsmenn á námskeið eftir því sem þeir telja sig þurfa.
Námskeiðin eru haldin reglulega og fara fram í húsnæði Barnaheilla að Fákafeni 9, 2. hæð. Þau standa yfir frá kl. 9 til 16. Gert er ráð fyrir 45 mínútna hádegishléi og þá gefst þátttakendum færi á að fara út úr húsi og fá sér hádegsiverð. 
Verð á námskeiði er kr. 15.000 fyrir hvern starfsmann. Morgun- og síðdegishressing er innifalin.

Sérstakt tilboð er nú á grunnnámskeiði fyrir 3ja–6 ára og 0–3ja ára þar sem taska með öllu efni og tveir þátttakendur á námskeið kostar 60 þúsund krónur.

Eftirtalin námskeið eru í boði:

 • Grunnnámskeið – efni fyrir þriggja til sex ára börn – græn taska
  Gert er ráð fyrir að leikskólar sem eru með börn eldri en þriggja ára taki fyrst inn efni sem ætlað er þeim aldurshópi áður en tekið er inn efni fyrir börn yngri en þriggja ára. 

Námskeið verður fimmtudaginn 14. nóvember nk.               SKRÁNING

   _______________________________________________________________________________

 • Grunnnámskeið – efni fyrir börn yngri en þriggja ára – gul taska
  Þetta efni er einnig ætlað dagforeldrum. Þeir leikskólar sem eru einungis með börn yngri en þriggja ára þurfa að sjálfsögðu ekki að taka inn efni sem ætlað er eldri börnum.  

Námskeið verður miðvikudaginn 27. nóvember nk.                                                           Skráning

_______________________________________________________________________________

 • Grunnnámskeið fyrir grunnskóla
  Námsefni fyrir grunnskóla er í tilraunakennslu í nokkrum grunnskólum. Grunnskólakennarar tilraunaskólanna sem vilja sækja námskeið geta skráð sig á grunnnámskeið – efni fyrir þriggja til sex ára börn. Á því námskeiði er einnig unnið með grunnskólaefnið.        

Annað námskeið verður fimmtudaginn 14. nóvember nk.                                          SKRÁNING

_______________________________________________________________________________

Einnig er hægt að panta námskeið og kynningar í skóla: 

 • Heils dags námskeið, fyrir nýja skóla og þá sem þegar eru Vináttuskólar
 • Tveggja tíma kynningu fyrir starfsfólk skóla sem þegar eru Vináttuskólar
 • Foreldrakynningu fyrir Vináttuskóla

Sendið fyrirspurnir á vinatta@barnaheill.is.
      ______________________________________________________________________________

 • Tónlistarnámskeið fyrir starfsfólk Vináttuskóla

Tónlist er hluti af námsefni Vináttu og er hún aðgengileg á Spotify. Höfundur tónlistar og texta er Anders Bøgelund. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á sérstakt námskeið sem miðar að því að veita kennurum og leiðbeinendum innblástur og góðar hugmyndir um hvernig nota má allt tónlistarefnið í skólanum með hugmyndafræði og gildi Vináttu að leiðarljósi. Unnið er á virkan hátt með efnið og fá þátttakendur að prófa allt efnið og kynnast því mjög vel.

Kennari á námskeiðinu er Birte Harksen. Hún er leik- og grunnskólakennari og hefur um árabil unnið með tónlist og dans á Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Birte heldur einnig úti vefsíðunni bornogtonlist.net, sem er þekktur hugmyndabanki fyrir tónlistarstarf í leikskólum. 

Birte hefur sótt námskeið hjá Anders Bøgelund í Danmörku og notað efnið í leikskólum í Kópavogi. „Þetta efni er einstaklega vel unnið og skemmtilegt að nota með leikskólabörnum,“ segir Birte um tónlistarefnið Gott er að eiga vin . Námskeiðin standa yfir í 3 klst., frá kl 8:30–11:30 og fara fram í húsnæði Barnaheilla að Fákafeni 9, 2. hæð.

Verð á námskeiði er kr. 15.000 fyrir hvern starfsmann og er kaffi og hressing innifalin í námskeiðsgjaldi.

Einnig er hægt að panta tónlistarnámskeið í skóla, ýmist í 2 eða 3 klst. og má senda fyrirspurnir á netfangið vinatta@barnaheill.is.

Næsta tónlistarnámskeið verður mánudaginn 14. október                Skráning