Þjálfun fyrir hópastarf ungmenna

 

BellaNet leiðbeinendanámskeið er ætlað þeim sem halda utan um hópastarf með ungmennum eða kenna lífsleikni í skólum, með megináherslu á forvarnir.
Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig á að mynda hópa og byggja námskeiðið upp. Þátttakendur fara í gegnum hluta af þeim verkefnum sem notað er í hópastarfi unglinganna.
- Á námskeiðinu er farið í gegnum handbókina „Bella: Rubble and Roses 2 for girl groups“. Efnið er gagnreynt og byggt á rannsóknum á stelpuhópum í Svíþjóð hjá Wocad (Woman‘s Organisation committee on alcohol and drug issues).

 

 

 

Kennarar námskeiðsins:
Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri
Guðrún Helga Bjarnadóttir, kennari, ART þjálfi og verkefnastjóri

Markmið BellaNet hópastarfs fyrir unglinga er að:
- öðlast færni í lífsleikni.
- styrkja sjálfsmynd og sjálfsvirðingu og öðlast aukið sjálfsöryggi.
- fyrirbyggja slæma andlega heilsu.
- fyrirbyggja áfengis- og vímuefnaneyslu.
- setja sér og öðrum heilbrigð mörk.
- öðlast þekkingu á áhrifum og afleiðingum áfengis og vímuefna.
- öðlast meira umburðarlyndi, skilning og samkennd.

Námsefnið fyrir hópana er sett upp sem tólf skipti.
Hvert skipti tekst á við neðangreind þemu:

 • Sjálfsvirðing og sjálfstæði
 • Vinátta
 • Mismunandi menningarheimar
 • Ólíkt og líkt með stelpum og strákum
 • Móðga og að vera dónalegur
 • Líkami minn, mörk
 • Ofbeldi og einelti
 • Líf, dauði og trú
 • Tóbak, áfengi og vímuefni
 • Ást, kynlíf og sambönd
 • Fjölskyldan

  Framtíðin 

Hvað gerist á námskeiðinu hjá unglingunum:
- Fá æfingu í að spegla sig og að hlusta á skoðanir annarra.
- Fá að tjá og réttlæta eigin skoðanir og standa með sjálfum sér.
- Nemendurnir fá æfingu í að hlusta á aðra og að hlustað sé á þá.

Nánari upplýsingar á verndararbarna@barnaheill.is

 

SKRÁNING BELLA NET NÁMSKEIÐ 19. september