Samtökin Réttindi barna stóðu að framleiðslu teiknimyndar sem upplýsir börn um hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvernig þau geti brugðist við slíkri ógn.

Á árinu 2011 fékk Blátt áfram forvarnarverkefni, umsjón með teiknimyndinni Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá! Verkefnið hefur frá byrjun hlotið jákvæð viðbrögð frá fagaðilum, yfirvöldum, skólastjórum, foreldrum og almenningi. Teiknimyndin Leyndarmálið er kennsluefni sem grunnskólum landsins hefur staðið til boða allt frá árinu 2011 til að sýna börnum í 3ja bekk.

Teiknimyndin gerir kennurum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Það tekur u.þ.b eina kennslustund að leggja efnið fyrir. Kennarar eru hvattir til að undirbúa sig vel fyrir sýningu myndarinnar með því að sækja námskeiðið Verndarar barna og kynna sér undirbúningsefnið á heimasíðu Barnaheilla. Skólar fá bókamerki fyrir nemendur sem þeir fara með heim eftir sýninguna til að sýna foreldrum og ræða við foreldra sína um fræðsluna.

Myndina er hægt að nálgast hér fyrir neðan, ásamt stuðningsefni fyrir kennara og dreifiefni fyrir börnin.

Veggspjald
Stuðningsefni fyrir kennslu
Mynd til að lita

 

Smellið hér til þess að hlaða niður teiknimyndina í mp4