Fræðslukvöld fyrir foreldra

 

Hópur fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi

Fræðslukvöld eru haldin fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði.
kl. 19.30 – 21.00.

Fræðslukvöld undir leiðsögn fagaðila

  • Ætlað að efla foreldra til að takast á við það að eiga barn sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.
  • Upplýsingar veittar varðandi möguleg úrræði og mikilvæg skref fyrir foreldra
  • Leitast verður við að mæta hverjum og einum á einstaklingsmiðaðan hátt.

Með verkefninu vill Barnaheill mæta þörf og einnig vinna að forvörnum gegn ofbeldi á börnum. Foreldrar sem fá stuðning eru betur sett til að hlúa að börnum sínum.