Vinátta

Guðni Th. Jóhannesson

Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti fyrir börn 0 - 9 ára, ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki, námskeiðum fyrir starfsfólk og stuðningi við skóla.

Efnið er danskt að uppruna og heitir á frummálinu Fri for Mobberi. Það er þýtt, staðfært og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.

Um er að ræða þrenns konar efni:

  • Fyrir börn yngri en þriggja ára í leikskólum og hjá dagforeldrum og er það í gulri tösku.
  • Fyrir börn frá þriggja til sex ára í leikskólum og er það í grænni tösku.
  • Fyrir börn í 1.–4. bekk grunnskóla og frístundaheimila. Námsefnið er í blárri tösku. Nýtt og endurbætt efni kom út í ágúst 2020 og stendur öllum grunnskólum landsins til boða.