Tónlistarnámskeið Vináttu

Tónlist er hluti af námsefni Vináttu og er hún nú aðgengileg á Spotify. Höfundur tónlistar og texta er Anders Bøgelund. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á sérstakt námskeið sem miðar að því að veita kennurum og leiðbeinendum innblástur og góðar hugmyndir um hvernig nota má allt tónlistarefnið í skólanum með hugmyndafræði og gildi Vináttu að leiðarljósi. Unnið er á virkan hátt með efnið og fá þátttakendur að prófa allt efnið og kynnast því mjög vel.

Kennari á námskeiðinu er Birte Harksen. Hún er leik- og grunnskólakennari og hefur um árabil unnið með tónlist og dans á Heilsuleikskólanum Urðarhóli. Birte heldur einnig úti vefsíðunni bornogtonlist.net, sem er þekktur hugmyndabanki fyrir tónlistarstarf í leikskólum. Námskeiðin standa yfir í 2,5 klst., í húsnæði Barnaheilla að Fákafeni 9, 2. hæð.

 

Einnig er hægt að panta tónlistarnámskeið í skóla, 2,5 klst. og má senda fyrirspurnir um á netfangið vinatta@barnaheill.is.

Næsta námskeið:

Tónlistarnámskeið vináttu, 24. október -kl. 13 :00 - 15:30 . Skráning

Þátttökugjald er kr. 15.000  fyrir hvern starfsmann og er kaffi og hressing innifalin í námskeiðsgjaldi.