Bregðumst við einelti

Bregðumst við einelti

Framhaldsnámskeið

 

Vegna fjölda fyrirspurna munum við nú bjóða upp á námskeið um hvernig takast má á við einelti með hugmyndafræði Vináttu að leiðarljósi. Vinátta er forvarnaverkefni og markmið þess er að fyrirbyggja einelti. Því miður hefur einelti stundum samt sem áður náð að eiga sér stað og þá er mikilvægt að kennarar og aðrir sem vinna með börnum geti brugðist við því á þann máta að allir komi út úr þeim aðstæðum með reisn.

Námskeiðið er 3 tímar að lengd og fer fram í húsnæði Barnaheilla að Fákafeni 9.

 

Næsta námskeið:

Þriðjudagur 10. október kl 13-16. Skráning