Vináttugleði

 

Föstudaginn 6. nóvember kl. 14:30 verður nýtt og endurbætt Vináttu námsefni fyrir grunnskóla kynnt. Útgáfugleðin verður haldin í formi veffundar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun flytja ávarp, en hann er einnig verndari Vináttu. Börn úr Kerhólsskóla munu syngja vináttulag ásamt því að fulltrúar Red Barnet og Mary Fonden munu koma með kveðju.  

Námsefni fyrir grunnskóla var fyrst gefið út árið 2017 sem fór í tilraunakennslu en nú hefur það verið gefið út í nýrri og endurbættri mynd og stendur öllum grunnskólum til boða. Barnaheill byrjaði með forvarnaverkefnið Vináttu - Fri for Mobberi árið 2014 og þá sem tilraunaverkefni í sex leikskólum. Í byrjun árs 2016 kom efnið út í endurbættri mynd og stóð öllum leikskólum til boða og er nú Vinátta í 60% leikskóla á Íslandi.

Tengillinn á fundinn er: https://bit.ly/2TO5gZT og lykilorð 867646

 

Dagskrá rafrænnar útgáfugleði grunnskólaefnis  kl. 14:30 - 15:00

  1. Opnunarorð
  2. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og verndari Vináttu flytur ávarp
  3. Myndasýning þar sem saga verkefnisins er rakin og nýja efnið kynnt
  4. Nemendur úr Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi syngja lagið Blær syngur
  5. Kveðja frá fulltrúa Red Barnet og Mary Fonden í Danmörku
  6. Lokaorð

Nánar um nýtt og endurbætt grunnskólaefni má finna hér: