Anna - Lína okkar tíma

 

 

Anna

 

Anna, 14 ára, elskar fótbolta og þráir meira en allt að fá að æfa fótbolta.

Anna er af blönduðu þjóðerni frá Myanmar. Hún veit ekki af hverju móðir hennar ákvað að flytja til Tælands en það er ekki eitthvað sem þau tala um í fjölskyldunni. Hundruð þúsundir manna úr minnihlutahópum í Myanmar hafa flúið ofbeldi og efnahagslegt einræðisvald síðastliðna áratugi og margir sest að í Tælandi.

,,Það gerist ekki mikið hérna. En það er öruggt að búa hérna,"

segir Anna. Hún gengur í kristinlegan skóla og býr með móður sinni og systur inn á skólalóðinni. Hún hittir oft Tælendinga en hún talar ekki tælensku og flestir vina hennar eru líka frá Myanmar.

Hún hefur elskað fótbolta síðan hún var lítil og elskar að horfa á fótboltaleiki í sjónvarpinu.

,,Þegar Ronaldo og aðrir fótboltamenn spila fótbolta, þá fæ ég innblástur. Þegar ég sé þá spila, þá finn ég fyrir þrá að spila eins og þeir, en það er enginn til að kenna mér.”

Hún mætir oft efasemdum þegar hún segist vilja vera fótboltakona.

,,Sko, allir krakkar hafa sína eigin drauma. Þegar kemur að íþróttum, þá skiptir það ekki máli hvort að þú sért maður eða kona, stelpa eða strákur. Það geta allir spilað.”

Anna og systir hennar eru ekki með lögleg skjöl frá Myanmar eða Tælandi, svo þær hafa enga opinbera stöðu í hvorugu landinu. Þar sem þær eru ungar eiga þær fæðingavottorð ef þær eru spurðar, en móðir þeirra, Joy*, hefur áhyggjur að þær geti ekki sótt sér læknisaðstoð ef þær veikjast.

Skólinn hennar Önnu er óformlegur skóli fyrir flóttamenn, en ef hana langar að halda áfram að læra, þá þarf hún að verða sér úti um lögleg skjöl frá yfirvöldum í Tælandi.

,,Ég mun ljúka náminu mínu og hvað sem gerist á leiðinni þá mun ég standa bein í baki og standa frammi fyrir öllum hindrunum. Ég mun reyna. Og ég mun reyna að verða fær fótboltakona,"

segir Anna ákveðin

*Nafni hefur verið breytt