Heilar tennur

Nemendur í Snælandsskóla unnu með Barnaheillum - Save the Children á Íslandi að efni um tannheilsu barna á Íslandi. Þau sömdu texta við lagið "Gull af mönnum" með Steinda jr.

Myndbandið er unnið í tengslum við undirskriftasöfnun og áskorun til yfirvalda um að grípa til aðgerða hið snarasta til að bæta tannheilsu íslenskra barna.

Ótrúlega skemmtilegir og hugmyndaríkir krakkar sem eiga framtíðina fyrir sér.

Upptökustjóri: Magnús Kjartansson Birt með góðfúslegu leyfi höfundarins, Redd Lights. Framleiðandi myndbands: Barnaheill - Save the Children á Íslandi