Krakkar og samfélagsmiðlar - fyrri hluti

Nemendur í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði segja frá því hvernig þau nota og upplifa samfélagsmiðla af ýmsum gerðum eins og Facebook, Twitter, Instagram og Tumblr.
Þau deila með okkur persónuelgri reynslu og ráðleggja fullorðnum hvernig sé best að fylgjast með börnunum. Barnaheill - Save the Children á Íslandi vinna gegn hvers kyns ofbeldi, til dæmis ofbeldi á neti.

Samtökin reka ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra (www.barnaheill.is/Tilkynnaologlegtefni) þar sem hægt er að tilkynna um óviðeigandi, eða ólöglegt efni á netinu. Hægt er að senda inn tilkynningar undir nafnleynd. Samtökin reka einnig vefinn barnaheill.is/verndumborn og verndumborn.is þar sem finna má upplýsingar um einnkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum og jafnframt hvað ber að gera ef grunur vaknar um slíkt.

Þú finnur okkur á barnaheill.is, facebook.com/BarnaheillSavetheChildrenIceland og undir #barnaheill á Twitter og Instagram.