Sýrland

Milljónir manna hafa flúið heimili sín og eru á vergangi innan Sýrlands eða hafa flúið til annarra landa.  Fjöldi barna og fjölskyldur þeirra býr á svæðum þar sem grunnþjónusta er nánast engin. Nauðsynleg þjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu og menntastofnanir er ekki aðgengileg víðsvegar um landið, en þriðjungur skóla hefur orðið fyrir loftárásum. Veturnir eru kaldir í Sýrlandi og mörg börn eiga á hættu að frjósa til dauða, þar sem upphituð hús eða tjöld eru af skornum skammti. Einnig búa hundruð þúsunda undir berum himni, þar sem þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða klósetti.