Ráðgjöf og stuðningurBarnaheill – Save the Children á Íslandi veita börnum og fjölskyldum þeirra stuðning af ýmsu tagi. Má þar nefna ráðgjöf og upplýsingar um réttindi barna sem lögfræðingur samtakanna veitir.

Barnaheill rekur einnig íbúð fyrir fjölskyldur langveikra barna. Samtökin eiga íbúð í Reykjavík sem ætluð er fjölskyldum veikra barna af landsbyggðinni. Barnaspítali Hringsins hefur umsjón með notkun íbúðarinnar sem er á Skúlagötu.

Á árinu 2007 stóðu Barnaheill og Barnaspítali Hringsins að endurbótum á íbúðinni með stuðningi frá ýmsum styrktaraðilum.