Ráðgjöf

Einn þáttur í starfi Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er ráðgjöf þar sem hægt er að leita upplýsinga um réttindi barna. Allmargir leita til samtakanna og eru flestar fyrirspurnir um lögfræðileg álitaefni. Málin eru af ýmsum toga; forsjármál, umgengnismál, eineltismál, grunur um ofbeldi gegn börnum og réttindamál ýmiss konar. 

Sími samtakanna er 553 5900 en einnig má senda fyrirspurnir á barnaheill@barnaheill.is.

Farið er með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.